Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 22:22 Guðmundur var virkilega sáttur með þann stuðning sem íslenska liðið fékk á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. Það var ýmislegt sem Guðmundur var ánægður með hjá íslenska liðinu. Liðið náði forystu snemma og lét hana aldrei af hendi. „Ég er mjög ánægður með útfærsluna á leiknum. Í fyrsta lagi mætum við mjög ákveðnir í leikinn, það var það fyrsta sem við lögðum upp með. Síðan vil ég segja það að það voru smá gloppur í vörninni, þeir komust inn á milli en við náðum að loka því í síðari hálfleik. Björgvin Páll var frábær stóran hluta leiksins.“ Guðmundur í þungum þönkum á Ásvöllum.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn allan tímann, hann var mjög vel útfærður. Eina sem maður getur kannski sagt er að við erum að misnota of mörg dauðafæri. Þetta hefði getað orðið enn stærri sigur ef við hefðum bara farið betur með þau færi sem við fengum því þau voru fjölmörg. Þá er ég aðallega að tala um dauðafærin,“ bætti Guðmundur við en íslenska liðið lét markverði Ísraela oft á tíðum verja frá sér í opnum færum. Guðmundur náði að nýta hópinn vel og fengu allir leikmenn liðsins fullt af mínútum í kvöld. „Ég er ánægður með hvernig ég náði að rúlla á liðinu. Það koma inn nýir menn sem hafa ekki kannski spilað stórt hlutverk. Kristján Örn (Kristjánsson) var með frábæra innkomu og fleiri. Menn að stimpla sig inn í þetta lið. Breiddin er að aukast,“ sagði Guðmundur en Kristján Örn var markahæstur hjá Íslandi í dag með sjö mörk. „Það vantar frábæra leikmenn í liðið“ Það vantaði lykilmenn í íslenska liðið í dag. Ómar Ingi Magnússon, Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson voru allir fjarverandi en það kom ekki að sök. „Það vantar frábæra leikmenn í liðið. Þetta eru heimsklassa leikmenn og þess vegna er það sterkt hjá okkur að fara í gegnum þetta. Við sýndum líka ákveðinn styrk á EM í Ungverjalandi þegar við misstum út menn en héldum dampi getum við sagt. Við erum eiginlega að vissu leyti að endurtaka það.“ „Í fyrsta lagi þurfum við að viðhalda þessum stöðugleika og það kemur ekki af sjálfum sér. Við áttum nokkuð gott EM síðast. Við erum líka að spila mjög vel á móti Austurríki og síðan komum við núna hálfu ári síðar og þurfum þá að ná aftur að sýna okkur að sanna.“ Guðmundur er ávallt líflegur á hliðarlínunni í leikjum Íslands.Vísir/Hulda Margrét „Við gerum það og það er það sem mér finnst jákvætt í þessu. Núna er næsta verkefni, það er alltaf verið að prófa okkur. Það er á útivelli í Eistlandi og það verður að taka mjög alvarlega því þeir eru hættulegir á sínum heimavelli.“ Guðmundur vildi þó lítið taka undir það að aukin pressa væri á liðinu nú þegar liðið væri að spila svona vel, að menn færu að gera ráð fyrir góðum árangri. „Nú erum við í þessu verkefni og við bara einbeitum okkur að því. Ég er ekki tilbúinn að tjá mig eitt né neitt meira en það. Það er alltaf ögrun sem fylgir því að koma í næsta verkefni og standa sig og vera tilbúinn. Þeir eru að sýna það aftur og aftur. Við þurfum að staðfesta það í hvert skipti sem við spilum saman.“ „EM er það langt í burtu að ég vil ekki ræða það neitt núna. Nú er bara næsta verkefni á laugardag og það er leikur sem við þurfum að vinna og ætlum að vinna,“ sagði Guðmundur að lokum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús „Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 21:59 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira
Það var ýmislegt sem Guðmundur var ánægður með hjá íslenska liðinu. Liðið náði forystu snemma og lét hana aldrei af hendi. „Ég er mjög ánægður með útfærsluna á leiknum. Í fyrsta lagi mætum við mjög ákveðnir í leikinn, það var það fyrsta sem við lögðum upp með. Síðan vil ég segja það að það voru smá gloppur í vörninni, þeir komust inn á milli en við náðum að loka því í síðari hálfleik. Björgvin Páll var frábær stóran hluta leiksins.“ Guðmundur í þungum þönkum á Ásvöllum.Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn allan tímann, hann var mjög vel útfærður. Eina sem maður getur kannski sagt er að við erum að misnota of mörg dauðafæri. Þetta hefði getað orðið enn stærri sigur ef við hefðum bara farið betur með þau færi sem við fengum því þau voru fjölmörg. Þá er ég aðallega að tala um dauðafærin,“ bætti Guðmundur við en íslenska liðið lét markverði Ísraela oft á tíðum verja frá sér í opnum færum. Guðmundur náði að nýta hópinn vel og fengu allir leikmenn liðsins fullt af mínútum í kvöld. „Ég er ánægður með hvernig ég náði að rúlla á liðinu. Það koma inn nýir menn sem hafa ekki kannski spilað stórt hlutverk. Kristján Örn (Kristjánsson) var með frábæra innkomu og fleiri. Menn að stimpla sig inn í þetta lið. Breiddin er að aukast,“ sagði Guðmundur en Kristján Örn var markahæstur hjá Íslandi í dag með sjö mörk. „Það vantar frábæra leikmenn í liðið“ Það vantaði lykilmenn í íslenska liðið í dag. Ómar Ingi Magnússon, Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson voru allir fjarverandi en það kom ekki að sök. „Það vantar frábæra leikmenn í liðið. Þetta eru heimsklassa leikmenn og þess vegna er það sterkt hjá okkur að fara í gegnum þetta. Við sýndum líka ákveðinn styrk á EM í Ungverjalandi þegar við misstum út menn en héldum dampi getum við sagt. Við erum eiginlega að vissu leyti að endurtaka það.“ „Í fyrsta lagi þurfum við að viðhalda þessum stöðugleika og það kemur ekki af sjálfum sér. Við áttum nokkuð gott EM síðast. Við erum líka að spila mjög vel á móti Austurríki og síðan komum við núna hálfu ári síðar og þurfum þá að ná aftur að sýna okkur að sanna.“ Guðmundur er ávallt líflegur á hliðarlínunni í leikjum Íslands.Vísir/Hulda Margrét „Við gerum það og það er það sem mér finnst jákvætt í þessu. Núna er næsta verkefni, það er alltaf verið að prófa okkur. Það er á útivelli í Eistlandi og það verður að taka mjög alvarlega því þeir eru hættulegir á sínum heimavelli.“ Guðmundur vildi þó lítið taka undir það að aukin pressa væri á liðinu nú þegar liðið væri að spila svona vel, að menn færu að gera ráð fyrir góðum árangri. „Nú erum við í þessu verkefni og við bara einbeitum okkur að því. Ég er ekki tilbúinn að tjá mig eitt né neitt meira en það. Það er alltaf ögrun sem fylgir því að koma í næsta verkefni og standa sig og vera tilbúinn. Þeir eru að sýna það aftur og aftur. Við þurfum að staðfesta það í hvert skipti sem við spilum saman.“ „EM er það langt í burtu að ég vil ekki ræða það neitt núna. Nú er bara næsta verkefni á laugardag og það er leikur sem við þurfum að vinna og ætlum að vinna,“ sagði Guðmundur að lokum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús „Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 21:59 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira
Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús „Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 21:59
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44