Segist heyra margar kjaftasögur um Play en blæs á þær allar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 19:41 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist heyra margar kjaftasögur um starfsemi félagsins. Hann blæs á þær allar og minnir á að félagið sé skráð á markað. Birgir var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um starfsemi félagsins og horfur þess næstu misserin. Í viðtalinu var hann sérstaklega spurður út í kjaftasögur um starfsemi félagsins, þar á meðal eina sem á að hafa gengið um á meðal flugfólks hér á landu um að félagið sé skikkað til að vera ávallt með eina flugvél á jörðu niðri sem tryggingu. „Já, þetta er nú held ég með dannaðri kjaftasögum sem gengur um þetta góða fyrirtæki,“ sagði Birgir og minnti á að margir teldu sig vera sérfræðinga um rekstur flugfélaga. „Það er auðvitað frábærlega gaman að geta sagt frá því að þetta er auðvitað á góðri íslensku algjört bull,“ sagði Birgir og benti áhugasömum um flugflota Play að fylgjast með vefsíðu Keflavíkurflugvallar eða vefsíðunni Flight Radar þar sem fylgjast má með flugi í rauntíma. „Við erum oft með fimm vélar á lofti á morgnana. Það er bara af því að áætlunin spilast þannig út og svo erum við með sex vélar í eftirmiðdaginn. Allur okkar floti er nýttur alveg í botn,“ sagði Birgir. Hafið þið aldrei verið skikkaðir til þess að hafa eina vél á jörðu niðri? „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ sagði Birgir og minnti á að Play væri skráð á markað með þeirri upplýsingagjöf sem því fylgir. „Við komum fjórum sinnum á ári fram fyrir alþjóð í raun og veru og alla fjárfesta. Leggjum fram endurskoðaðan reikning og kynnum allt fyrirtæki alveg niður í þaula. Þar með talið fjárhagsstöðuna, skuldastöðuna,“ sagði Birgir og vísaði í síðasta ársfjórðungsuppgjör þar sem fram hafi komið að félagið væri skuldlaust, fyrir utan flugvélaleigu. Play, líkt og mörg önnur flugfélög, leigir flugvélar sínar frá sérhæfðum flugvélaleigufyrirtækjum. „Þannig að félagið er bara gríðarlega fjárhagslega sterkt eins og það hefur alltaf verið en þessar kjaftasögur eru alveg frábærar,“ sagði Birgir. Sætanýting Play í september var 81,5 prósent miðað við 86,9 prósent í ágúst og 87,9 prósent í júlí.Vísir/Vilhelm Fyrr í viðtalinu hafði Birgir sagt að kjaftasagan um að ein flugvél ætti alltaf að vera á jörðu niðri væri ekki svæsnasta kjaftasagan sem hann hefði heyrt um félagið. Var hann þá spurður að því hver væri sú svæsnasta. „Ég heyri um hver einustu mánaðarmót að við séum ekki að ná að borga laun. Ég hugsa að ef það væri nú staðreyndin þá væru nú einhverjir starfsmenn að leita til fjölmiðla eða einhvers. Það hefur nú ekki borið á því enda er það algjör þvættingur,“ sagði Birgir. Þá sagðist hann hafa heyrt um daginn að 150 manns hefðu sótt um vinnu hjá Play þegar staðreyndin væri sú að það voru þrjú þúsund manns sem sóttu um störf hjá Play. „Þetta gengur bara áfram og áfram sem er bara skemmtilegt. Við bara hlæjum að þessu,“ sagði Birgir. Play Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. 11. október 2022 09:07 Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. 7. október 2022 21:23 Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Birgir var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um starfsemi félagsins og horfur þess næstu misserin. Í viðtalinu var hann sérstaklega spurður út í kjaftasögur um starfsemi félagsins, þar á meðal eina sem á að hafa gengið um á meðal flugfólks hér á landu um að félagið sé skikkað til að vera ávallt með eina flugvél á jörðu niðri sem tryggingu. „Já, þetta er nú held ég með dannaðri kjaftasögum sem gengur um þetta góða fyrirtæki,“ sagði Birgir og minnti á að margir teldu sig vera sérfræðinga um rekstur flugfélaga. „Það er auðvitað frábærlega gaman að geta sagt frá því að þetta er auðvitað á góðri íslensku algjört bull,“ sagði Birgir og benti áhugasömum um flugflota Play að fylgjast með vefsíðu Keflavíkurflugvallar eða vefsíðunni Flight Radar þar sem fylgjast má með flugi í rauntíma. „Við erum oft með fimm vélar á lofti á morgnana. Það er bara af því að áætlunin spilast þannig út og svo erum við með sex vélar í eftirmiðdaginn. Allur okkar floti er nýttur alveg í botn,“ sagði Birgir. Hafið þið aldrei verið skikkaðir til þess að hafa eina vél á jörðu niðri? „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ sagði Birgir og minnti á að Play væri skráð á markað með þeirri upplýsingagjöf sem því fylgir. „Við komum fjórum sinnum á ári fram fyrir alþjóð í raun og veru og alla fjárfesta. Leggjum fram endurskoðaðan reikning og kynnum allt fyrirtæki alveg niður í þaula. Þar með talið fjárhagsstöðuna, skuldastöðuna,“ sagði Birgir og vísaði í síðasta ársfjórðungsuppgjör þar sem fram hafi komið að félagið væri skuldlaust, fyrir utan flugvélaleigu. Play, líkt og mörg önnur flugfélög, leigir flugvélar sínar frá sérhæfðum flugvélaleigufyrirtækjum. „Þannig að félagið er bara gríðarlega fjárhagslega sterkt eins og það hefur alltaf verið en þessar kjaftasögur eru alveg frábærar,“ sagði Birgir. Sætanýting Play í september var 81,5 prósent miðað við 86,9 prósent í ágúst og 87,9 prósent í júlí.Vísir/Vilhelm Fyrr í viðtalinu hafði Birgir sagt að kjaftasagan um að ein flugvél ætti alltaf að vera á jörðu niðri væri ekki svæsnasta kjaftasagan sem hann hefði heyrt um félagið. Var hann þá spurður að því hver væri sú svæsnasta. „Ég heyri um hver einustu mánaðarmót að við séum ekki að ná að borga laun. Ég hugsa að ef það væri nú staðreyndin þá væru nú einhverjir starfsmenn að leita til fjölmiðla eða einhvers. Það hefur nú ekki borið á því enda er það algjör þvættingur,“ sagði Birgir. Þá sagðist hann hafa heyrt um daginn að 150 manns hefðu sótt um vinnu hjá Play þegar staðreyndin væri sú að það voru þrjú þúsund manns sem sóttu um störf hjá Play. „Þetta gengur bara áfram og áfram sem er bara skemmtilegt. Við bara hlæjum að þessu,“ sagði Birgir.
Play Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. 11. október 2022 09:07 Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. 7. október 2022 21:23 Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. 11. október 2022 09:07
Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. 7. október 2022 21:23
Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. 7. október 2022 09:58