Sviptir réttindum í tíð eldri laga þurfa ekki að sitja námskeið Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 09:02 Þegar umferðarlögum var breytt árið 2019 var gerð krafa um að þeir sem eru sviptir réttindum vegna ölvunaraksturs þurfi að sitja námskeið og standast ökupróf til að fá skírteinið aftur. Vísir/Getty Ökumenn sem voru sviptir ökuréttindum áður en umferðarlögum var breytt fyrir þremur árum þurfa ekki lengur að sitja námskeið hjá Samgöngustofu til að geta fengið réttindin aftur eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu breytti lagatúlkun sinni. Innviðaráðuneytið vísaði frá kæru vegna slíks máls. Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd. Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd.
Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent