Sviptir réttindum í tíð eldri laga þurfa ekki að sitja námskeið Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 09:02 Þegar umferðarlögum var breytt árið 2019 var gerð krafa um að þeir sem eru sviptir réttindum vegna ölvunaraksturs þurfi að sitja námskeið og standast ökupróf til að fá skírteinið aftur. Vísir/Getty Ökumenn sem voru sviptir ökuréttindum áður en umferðarlögum var breytt fyrir þremur árum þurfa ekki lengur að sitja námskeið hjá Samgöngustofu til að geta fengið réttindin aftur eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu breytti lagatúlkun sinni. Innviðaráðuneytið vísaði frá kæru vegna slíks máls. Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd. Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd.
Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira