Almenningssamgöngur eru lífæð til framtíðar fyrir samfélagið allt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. október 2022 07:31 Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Strætó Borgarlína Garðabær Viðreisn Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun