Bjarki Már: Okkur fannst líka gaman í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 11:01 Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon eftir sigur á EM í janúar HSÍ Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur fært sig um set og spilar nú með stórliði Telekom Veszprém í Ungverjalandi en þessi öflugi hornamaður hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Bjarka Má á æfingu fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 sem eru á móti Ísrael á Ásvöllum í kvöld og úti í Eistlandi um helgina. Erum að stefna eitthvað sem lið „Við viljum vinna báða þessa leiki. Mér finnst við vera með betri lið en bæði þessi lið en ég hef sagt það áður að við erum að stefna eitthvað sem lið og þá þurfum við að fara búa til einhverja vél. Búa til automatisma þannig að við komum í alla leiki til að vinna. Við ætlum okkur klárlega að vinna báða þessa leiki,“ sagði Bjarki Már Elísson. Bjarki Már Elísson er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Veszprém.EPA/Tamas Kovacs Íslenska liðið gerði mjög vel á síðasta stórmóti og það er viðmiðið sem fólkið hér heima hefur í dag. Okkur langar að ná langt „Það var gaman í janúar. Okkur fannst líka gaman. Við gerum sömu væntingar og okkur langar að ná langt. Við teljum okkur vera með nógu gott lið til að fara langt í þessu móti en það þarf mikið að smella. Við erum bara spenntir,“ sagði Bjarki. Bjarki er búinn að skipta um umhverfi, farinn úr þýsku deildinni í þá ungversku. Þar spilar hann nú með einu besta félagsliði í heimi. Hvernig líður landsliðsmanninum í Ungverjalandi? „Bara vel. Við fjölskyldan erum bara að koma okkur fyrir þarna. Þetta er risaklúbbur og maður finnur það strax. Umhverfið er þannig og það er mikil pressa. Innan liðsins er góður andi og ég fíla mig vel hjá klúbbnum. Það er allt jákvætt,“ sagði Bjarki. Bjarki Már Elísson eftir tapið á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á EM.Getty/Nikola Krstic Það er mikil samkeppni fyrir Bjarka um spilamínútur hjá svo sterku liði. Æfir með heimsklassa mönnum á hverjum degi „Það er það og viðbrigðin fyrir mig að fara til Ungverjalands frá Þýskalandi er að þarna spila ég bara í þrjátíu mínútur í stóru leikjunum á móti öðrum hornamanni. Það er gert í öllum stöðum. Þá minnkar spilatíminn. Samkeppnin er klárlega meiri og meiri gæði innan liðsins,“ sagði Bjarki. Bjarki ætti því að geta bætt sig enn frekar í þessu umhverfi. „Já það er klárt mál. Að vera að æfa á hverjum einasta degi með heimsklassa leikmönnum í hverri einustu stöðu. Ég finn það strax. Tveir heimsklassa markmenn. Í svona umhverfi þá tel ég mig klárlega geta bætt mig,“ sagði Bjarki. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Bjarki Már um leikina við Ísrael og Eistland
EM 2024 í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira