Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Tinni Sveinsson skrifar 11. október 2022 13:59 Kolbrún, Kristján, Marlena, Örvar og Rúna keppa í bakgarðshlaupinu um helgina. Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sjá meira
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sjá meira
Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti