Phoenix vill verða fyrsti varaforseti ASÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 09:05 Phoenix hefur boðið sig fram sem fyrsti varaforseti ASÍ. Vísir Phoenix Jessica Ramos hefur tilkynnt framboð sitt til fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands. Hún fer upp á móti Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, sem hefur verið fyrsti varaforseti undanfarið kjörtímabil og gegnt starfi forseta síðan Drífa Snædal sagði af sér embættinu. Fram kemur í tilkynningu frá Phoenix að henni þyki mikilvægt að konur veljist til forystu innan sambandsins og ekki síst konur af erlendum uppruna. Rúmlega fimmtungur félagsfólks, eða 22,5 prósent, innan ASÍ sé af erlendum uppruna. „80% af innflytjendum á vinnumarkaði eru félagar í félögum sem heyra undir ASÍ. Okkar raddir þurf að heyrast. Ég er félagi í VR og tel líka mikilvægt að VR eigi fulltrúa meðal varaforseta,“ skrifar Phoenix í yfirlýsingu sinni. Hún segist vilja leggja mesta áherslu á vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafi sjálf starfað sem vinnustaðaeftirlitsfulltrúi hjá Eflingu og kynnst í gegnum starfið þeirri umfangsmiklu brotastarfsemi sem lýðist á íslenskum vinnumarkaði. „Þolendur eru nánast alltaf láglaunafólk og oft af erlendum uppruna. Ég vil beita mér fyrir eflingu vinnustaðaeftirlitsins og um leið fyrir bættum réttindum launafólks og raunverulegum viðurlögum gegn launaþjófnaði og öðrum brotum á vinnumarkaði,“ skrifar Phoenix. „Ég er frá New York og flutti til Íslands árið 2015. Ég starfaði innan ferðaþjónustu fyrst um sinn og síðan ýmist í ferðaþjónustu eða verslun. Ég var trúnaðarmaður hjá VR hjá einu af fyrirtækjunum sem ég starfaði fyrir og varð þannig virk í verkalýðsbaráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt framboð til forseta ASÍ og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, tilkynnt framboð gegn honum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, til annars varaforseta sambandsins. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagst munu bjóða sig fram sem þriðji varaforseti. ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58 Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Phoenix að henni þyki mikilvægt að konur veljist til forystu innan sambandsins og ekki síst konur af erlendum uppruna. Rúmlega fimmtungur félagsfólks, eða 22,5 prósent, innan ASÍ sé af erlendum uppruna. „80% af innflytjendum á vinnumarkaði eru félagar í félögum sem heyra undir ASÍ. Okkar raddir þurf að heyrast. Ég er félagi í VR og tel líka mikilvægt að VR eigi fulltrúa meðal varaforseta,“ skrifar Phoenix í yfirlýsingu sinni. Hún segist vilja leggja mesta áherslu á vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafi sjálf starfað sem vinnustaðaeftirlitsfulltrúi hjá Eflingu og kynnst í gegnum starfið þeirri umfangsmiklu brotastarfsemi sem lýðist á íslenskum vinnumarkaði. „Þolendur eru nánast alltaf láglaunafólk og oft af erlendum uppruna. Ég vil beita mér fyrir eflingu vinnustaðaeftirlitsins og um leið fyrir bættum réttindum launafólks og raunverulegum viðurlögum gegn launaþjófnaði og öðrum brotum á vinnumarkaði,“ skrifar Phoenix. „Ég er frá New York og flutti til Íslands árið 2015. Ég starfaði innan ferðaþjónustu fyrst um sinn og síðan ýmist í ferðaþjónustu eða verslun. Ég var trúnaðarmaður hjá VR hjá einu af fyrirtækjunum sem ég starfaði fyrir og varð þannig virk í verkalýðsbaráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt framboð til forseta ASÍ og Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, tilkynnt framboð gegn honum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, til annars varaforseta sambandsins. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagst munu bjóða sig fram sem þriðji varaforseti.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58 Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. 10. október 2022 16:58
Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05