„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“ Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 18:46 Matthías fagnar ásamt liðsfélögum sínum. Vísir/Diego Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik. „Ég held það, ég held að þetta sé fyrsta þrennan. Ég skuldaði og það kom loksins,“ sagði Matthías eftir lífsnauðsynlegan sigur FH en liðið hafði sætaskipti við Leikni með sigri dagsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir er FH í 10. sæti með 22 stig en Leiknir R. sæti neðar með 20 stig. FH-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og settu gestina í mikil vandræði. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks. „Mér fannst við byrja mjög vel, tókum fljótt yfirhöndina. Leiknismenn eru mjög seigir. Þeir koma alltaf með smá áhlaup á liðin. Þeir gerðu það fyrr í sumar á móti okkur og á móti fleiri liðum. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur til að geta haft þetta í okkar eigin höndum það sem eftir er. Þetta eru samt bara þrjú stig.“ Matthías var mjög ánægður með sigurinn en var meðvitaður um stöðu liðsins. „Fyrst og fremst að frammistaðan var eiginlega mjög góð í dag líka. Síðan eigum við tvo útileiki eftir á móti Keflavík og Fram. Sem eru mjög erfiðir leikir. Áður en við fáum Skagann í heimsókn í loka umferðinni. Þannig við fáum vonandi sjálfstraust út úr þessum leik. Þetta eru eiginlega bara þrjú stig því Leiknir gæti strax unnið næsta leik og ef við ætlum ekki að standa okkur í næsta leik þá gætum við verið komnir í sama pakka aftur.“ Eins og áður hefur komið fram hefur FH ekki gengið vel á útivelli í sumar en eiga tvo útileiki í röð núna. Matthías vonast til að heimavallarárangurinn færist á útivöll. „Við höfum verið mjög góðir á heimavelli undanfarið og þegar við spilum hérna í Krikanum þá líður okkur mjög vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fá í útivallarformi. Við spiluðum góðan sóknarbolta. Ég held þetta hafi verið góður leikur fyrir áhorfendur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég held það, ég held að þetta sé fyrsta þrennan. Ég skuldaði og það kom loksins,“ sagði Matthías eftir lífsnauðsynlegan sigur FH en liðið hafði sætaskipti við Leikni með sigri dagsins. Þegar þrjár umferðir eru eftir er FH í 10. sæti með 22 stig en Leiknir R. sæti neðar með 20 stig. FH-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og settu gestina í mikil vandræði. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks. „Mér fannst við byrja mjög vel, tókum fljótt yfirhöndina. Leiknismenn eru mjög seigir. Þeir koma alltaf með smá áhlaup á liðin. Þeir gerðu það fyrr í sumar á móti okkur og á móti fleiri liðum. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur til að geta haft þetta í okkar eigin höndum það sem eftir er. Þetta eru samt bara þrjú stig.“ Matthías var mjög ánægður með sigurinn en var meðvitaður um stöðu liðsins. „Fyrst og fremst að frammistaðan var eiginlega mjög góð í dag líka. Síðan eigum við tvo útileiki eftir á móti Keflavík og Fram. Sem eru mjög erfiðir leikir. Áður en við fáum Skagann í heimsókn í loka umferðinni. Þannig við fáum vonandi sjálfstraust út úr þessum leik. Þetta eru eiginlega bara þrjú stig því Leiknir gæti strax unnið næsta leik og ef við ætlum ekki að standa okkur í næsta leik þá gætum við verið komnir í sama pakka aftur.“ Eins og áður hefur komið fram hefur FH ekki gengið vel á útivelli í sumar en eiga tvo útileiki í röð núna. Matthías vonast til að heimavallarárangurinn færist á útivöll. „Við höfum verið mjög góðir á heimavelli undanfarið og þegar við spilum hérna í Krikanum þá líður okkur mjög vel. Það er eitthvað sem við þurfum að fá í útivallarformi. Við spiluðum góðan sóknarbolta. Ég held þetta hafi verið góður leikur fyrir áhorfendur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10
„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15