„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 18:15 Brynjar Hlöðversson í leik kvöldsins. Vísir/Diego Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. Fyrir leik var ljóst að um sex stiga leik væri að ræða þar sem FH myndi með sigri fara upp úr fallsæti á kostnað Leiknis þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir af Íslandsmótinu. „Mér fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik. Þar sem við vorum klaufar, vorum ekki að vinna seinni bolta. Þegar við vorum að því þá vorum við að missa þá. Þeir komu ákveðnir í þetta. Þetta var ekki að falla fyrir okkur.“ „Við vorum svolitlir klaufar. Svo tókum við alveg yfir, sterkur karakter að koma til baka 2-0 undir, minnkum muninn og erum með leikinn í höndunum okkar. Svo kemur hálfleikur og þeir spiluðu vel í seinni hálfleik og setja tvö góð mörk.“ FH-ingar byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir pressu sem skilaði sér í tveimur mörkum. Eftir annað markið þá tóku Leiknismenn við sér og sýndu sitt rétta andlit. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Þrátt fyrir tap var Brynjar ánægður með sitt lið „Þetta var bara þannig leikur að bæði lið voru með hátt spennustig og lögðu mikið í þetta. Þetta bara svona féll meira fyrir þá fannst mér. Þannig hvort að við eigum skilið eitthvað meira úr þessu, alveg eins. FH-ingar voru flottir í dag. Ég er samt ánægður líka með liðið mitt.“ Leiknismenn voru sjálfum sér verstir í kvöld og misstu boltann oft á tíðum á slæmum stöðum á vellinum. Sérstaklega í byrjun. Fyrirliðin hefði viljað byrja leikinn betur. „Mæta til leiks, það var einhver skjálfti í mönnum. Mér finnst eiginlega bara öll mörkin vera þannig að við erum að missa hann klaufalega og þeir að refsa. Það er svona helsti munurinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að um sex stiga leik væri að ræða þar sem FH myndi með sigri fara upp úr fallsæti á kostnað Leiknis þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir af Íslandsmótinu. „Mér fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik. Þar sem við vorum klaufar, vorum ekki að vinna seinni bolta. Þegar við vorum að því þá vorum við að missa þá. Þeir komu ákveðnir í þetta. Þetta var ekki að falla fyrir okkur.“ „Við vorum svolitlir klaufar. Svo tókum við alveg yfir, sterkur karakter að koma til baka 2-0 undir, minnkum muninn og erum með leikinn í höndunum okkar. Svo kemur hálfleikur og þeir spiluðu vel í seinni hálfleik og setja tvö góð mörk.“ FH-ingar byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir pressu sem skilaði sér í tveimur mörkum. Eftir annað markið þá tóku Leiknismenn við sér og sýndu sitt rétta andlit. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Þrátt fyrir tap var Brynjar ánægður með sitt lið „Þetta var bara þannig leikur að bæði lið voru með hátt spennustig og lögðu mikið í þetta. Þetta bara svona féll meira fyrir þá fannst mér. Þannig hvort að við eigum skilið eitthvað meira úr þessu, alveg eins. FH-ingar voru flottir í dag. Ég er samt ánægður líka með liðið mitt.“ Leiknismenn voru sjálfum sér verstir í kvöld og misstu boltann oft á tíðum á slæmum stöðum á vellinum. Sérstaklega í byrjun. Fyrirliðin hefði viljað byrja leikinn betur. „Mæta til leiks, það var einhver skjálfti í mönnum. Mér finnst eiginlega bara öll mörkin vera þannig að við erum að missa hann klaufalega og þeir að refsa. Það er svona helsti munurinn.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Sjá meira
Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10