„Austurríki hvað?“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2022 20:00 Einar Bjarnason er rekstrarstjóri Bláfjalla. arnar halldórsson Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn. Framkvæmdir hófust í vor og núa að öllu skíðasvæðinu. Tveimur nýjum stólalyftum verður komið fyrir; nýr Gosi og ný Drottning sem munu gjörbreyta upplifun skíðafólks. Unnið er að því að reisa hús undir nýju stólalyfturnar, sem er nýjung. „Þarna er aðeins breyting frá gömlu lyftunni. Við förum inn í hús til þess að fara í lyftuna. Þetta verður stólageymsla og aðgangur að lyftunni,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla. Töluverðar framkvæmdir eru í Bláfjöllum.arnar halldórsson Engar raðir Framkvæmdirnar eru á undan áætlun og segir Einar allt stefna í að svæðið verði tilbúið á næstunni. Hann segir það besta við nýju stólalyfturnar að raðir heyra sögunni til. „Við gátum flutt rúmlega 3.000 manns áður en erum komin í 7.200 með þessum þremur nýju lyftum. Austurríki hvað?“ Já Austurríki hvað enda segir Einar að á góðum dögum séu Bláfjöll ekki síðri en brekkurnar í Austurríki. Eftirsóttir stólar.vísir Þessi stólalyfta verður rifin í framkvæmdunum en stólarnir sjálfir fá nýtt líf enda gríðarleg eftirspurn eftir þeim frá almennum borgurum sem vilja eignast skíðastól „Ég ætla allavegana með einn heim til mín. Er áhugi fyrir þessum stólum? Já fáránlega mikill, maður á eiginlega ekki til orð. Já það er mikill áhugi.“ Hann segir fólk aðallega nota þá sem garðhúsgagn. „Ég veit um marga sem setja þá í sumarbústaðinn og svo var ég að hjóla í Árbænum um daginn og sá einn stól þar sem er eingöngu notaður til þess að horfa á sólsetrið, þetta er frábær hugmynd.“ Eina bíður spakur eftir snjónum.arnar halldórsson Hvenær geta skíðaaðdáendur fengið að prófa þessar nýju lyftur? „Um leið og þú lofar að segja mér hvenær snjórinn verður kominn, ef þú getur það þá ertu ráðinn í vinnu hérna.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu. 27. apríl 2022 14:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framkvæmdir hófust í vor og núa að öllu skíðasvæðinu. Tveimur nýjum stólalyftum verður komið fyrir; nýr Gosi og ný Drottning sem munu gjörbreyta upplifun skíðafólks. Unnið er að því að reisa hús undir nýju stólalyfturnar, sem er nýjung. „Þarna er aðeins breyting frá gömlu lyftunni. Við förum inn í hús til þess að fara í lyftuna. Þetta verður stólageymsla og aðgangur að lyftunni,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla. Töluverðar framkvæmdir eru í Bláfjöllum.arnar halldórsson Engar raðir Framkvæmdirnar eru á undan áætlun og segir Einar allt stefna í að svæðið verði tilbúið á næstunni. Hann segir það besta við nýju stólalyfturnar að raðir heyra sögunni til. „Við gátum flutt rúmlega 3.000 manns áður en erum komin í 7.200 með þessum þremur nýju lyftum. Austurríki hvað?“ Já Austurríki hvað enda segir Einar að á góðum dögum séu Bláfjöll ekki síðri en brekkurnar í Austurríki. Eftirsóttir stólar.vísir Þessi stólalyfta verður rifin í framkvæmdunum en stólarnir sjálfir fá nýtt líf enda gríðarleg eftirspurn eftir þeim frá almennum borgurum sem vilja eignast skíðastól „Ég ætla allavegana með einn heim til mín. Er áhugi fyrir þessum stólum? Já fáránlega mikill, maður á eiginlega ekki til orð. Já það er mikill áhugi.“ Hann segir fólk aðallega nota þá sem garðhúsgagn. „Ég veit um marga sem setja þá í sumarbústaðinn og svo var ég að hjóla í Árbænum um daginn og sá einn stól þar sem er eingöngu notaður til þess að horfa á sólsetrið, þetta er frábær hugmynd.“ Eina bíður spakur eftir snjónum.arnar halldórsson Hvenær geta skíðaaðdáendur fengið að prófa þessar nýju lyftur? „Um leið og þú lofar að segja mér hvenær snjórinn verður kominn, ef þú getur það þá ertu ráðinn í vinnu hérna.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu. 27. apríl 2022 14:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42
Fyrsta skóflustungan fyrir Gosa tekin í Bláfjöllum Fyrsta skóflustunga fyrir stólalyftuna Gosa á suðursvæðinu í Bláfjöllum var tekin í dag. Um er að ræða fyrsta áfanga í margra milljarða króna uppbyggingu á skíðasvæðinu. 27. apríl 2022 14:25