Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2022 20:20 Hundarnir hennar Auðar eru virkilega fallegir og skemmtilegir. Kjói er lengst til vinstri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim. „Hundaþjálfun á heimaslóð“ er nafnið á fyrirtæki Auðar Björnsdóttur, hundaþjálfara á Ísafirði. Hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga. Hún hefur líka þjálfað hunda, sem leikið hafa í bíómyndum og hún tekur líka að sér allskonar þjálfun á heimilishundum fólks. Auður er með þrjá hunda heima hjá sér í dag, m.a. danshundinn Seif og svo er það golfkúluhundurinn Kjói. Hann er alveg magnaður þegar golfkúlur er annars vegar. “Við búum við hliðina á golfvelli þannig að það er orðið aðeins vandamál á heimilinu hvað við eigum mikið af golfkúlum en stundum ekki golfíþróttina, þannig að ég þarf eiginlega að fara að skila þessu safni til golfklúbbsins hér á staðnum,” segir Auður og hlær. “En hann er ekki að taka af slegnum svæðum, hann er að taka það sem er fyrir utan, það sem fólk er að týna. Mér finnst það flott hjá honum og vel gert,” bætir Auður við. En eru það bara golfkúlur, eða er eitthvað annað, sem hann tekur? “Nei, það eru bara golfkúlur, það er bara hans aðaláhugamál, hann hefur engan áhuga á fuglum, þrátt fyrir að vera fuglahundur,” segir Auður. Og Kjói er oft með tvær kúlur í kjaftinum í einu. Auður segist oft vera hrædd um að hann kyngi kúlunum en það hefur ekki enn gerst og gerist vonandi ekki. Og þú ætlar að halda áfram að þjálfa hunda? Já, já, ég er ekkert hætt,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Facebook síða Auðar hundaþjálfara Auður hefur náð mjög góðum árangri í hundaþjálfun en hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundar Golf Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Hundaþjálfun á heimaslóð“ er nafnið á fyrirtæki Auðar Björnsdóttur, hundaþjálfara á Ísafirði. Hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga. Hún hefur líka þjálfað hunda, sem leikið hafa í bíómyndum og hún tekur líka að sér allskonar þjálfun á heimilishundum fólks. Auður er með þrjá hunda heima hjá sér í dag, m.a. danshundinn Seif og svo er það golfkúluhundurinn Kjói. Hann er alveg magnaður þegar golfkúlur er annars vegar. “Við búum við hliðina á golfvelli þannig að það er orðið aðeins vandamál á heimilinu hvað við eigum mikið af golfkúlum en stundum ekki golfíþróttina, þannig að ég þarf eiginlega að fara að skila þessu safni til golfklúbbsins hér á staðnum,” segir Auður og hlær. “En hann er ekki að taka af slegnum svæðum, hann er að taka það sem er fyrir utan, það sem fólk er að týna. Mér finnst það flott hjá honum og vel gert,” bætir Auður við. En eru það bara golfkúlur, eða er eitthvað annað, sem hann tekur? “Nei, það eru bara golfkúlur, það er bara hans aðaláhugamál, hann hefur engan áhuga á fuglum, þrátt fyrir að vera fuglahundur,” segir Auður. Og Kjói er oft með tvær kúlur í kjaftinum í einu. Auður segist oft vera hrædd um að hann kyngi kúlunum en það hefur ekki enn gerst og gerist vonandi ekki. Og þú ætlar að halda áfram að þjálfa hunda? Já, já, ég er ekkert hætt,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Facebook síða Auðar hundaþjálfara Auður hefur náð mjög góðum árangri í hundaþjálfun en hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hundar Golf Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira