Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2022 20:20 Hundarnir hennar Auðar eru virkilega fallegir og skemmtilegir. Kjói er lengst til vinstri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim. „Hundaþjálfun á heimaslóð“ er nafnið á fyrirtæki Auðar Björnsdóttur, hundaþjálfara á Ísafirði. Hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga. Hún hefur líka þjálfað hunda, sem leikið hafa í bíómyndum og hún tekur líka að sér allskonar þjálfun á heimilishundum fólks. Auður er með þrjá hunda heima hjá sér í dag, m.a. danshundinn Seif og svo er það golfkúluhundurinn Kjói. Hann er alveg magnaður þegar golfkúlur er annars vegar. “Við búum við hliðina á golfvelli þannig að það er orðið aðeins vandamál á heimilinu hvað við eigum mikið af golfkúlum en stundum ekki golfíþróttina, þannig að ég þarf eiginlega að fara að skila þessu safni til golfklúbbsins hér á staðnum,” segir Auður og hlær. “En hann er ekki að taka af slegnum svæðum, hann er að taka það sem er fyrir utan, það sem fólk er að týna. Mér finnst það flott hjá honum og vel gert,” bætir Auður við. En eru það bara golfkúlur, eða er eitthvað annað, sem hann tekur? “Nei, það eru bara golfkúlur, það er bara hans aðaláhugamál, hann hefur engan áhuga á fuglum, þrátt fyrir að vera fuglahundur,” segir Auður. Og Kjói er oft með tvær kúlur í kjaftinum í einu. Auður segist oft vera hrædd um að hann kyngi kúlunum en það hefur ekki enn gerst og gerist vonandi ekki. Og þú ætlar að halda áfram að þjálfa hunda? Já, já, ég er ekkert hætt,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Facebook síða Auðar hundaþjálfara Auður hefur náð mjög góðum árangri í hundaþjálfun en hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundar Golf Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Hundaþjálfun á heimaslóð“ er nafnið á fyrirtæki Auðar Björnsdóttur, hundaþjálfara á Ísafirði. Hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga. Hún hefur líka þjálfað hunda, sem leikið hafa í bíómyndum og hún tekur líka að sér allskonar þjálfun á heimilishundum fólks. Auður er með þrjá hunda heima hjá sér í dag, m.a. danshundinn Seif og svo er það golfkúluhundurinn Kjói. Hann er alveg magnaður þegar golfkúlur er annars vegar. “Við búum við hliðina á golfvelli þannig að það er orðið aðeins vandamál á heimilinu hvað við eigum mikið af golfkúlum en stundum ekki golfíþróttina, þannig að ég þarf eiginlega að fara að skila þessu safni til golfklúbbsins hér á staðnum,” segir Auður og hlær. “En hann er ekki að taka af slegnum svæðum, hann er að taka það sem er fyrir utan, það sem fólk er að týna. Mér finnst það flott hjá honum og vel gert,” bætir Auður við. En eru það bara golfkúlur, eða er eitthvað annað, sem hann tekur? “Nei, það eru bara golfkúlur, það er bara hans aðaláhugamál, hann hefur engan áhuga á fuglum, þrátt fyrir að vera fuglahundur,” segir Auður. Og Kjói er oft með tvær kúlur í kjaftinum í einu. Auður segist oft vera hrædd um að hann kyngi kúlunum en það hefur ekki enn gerst og gerist vonandi ekki. Og þú ætlar að halda áfram að þjálfa hunda? Já, já, ég er ekkert hætt,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Facebook síða Auðar hundaþjálfara Auður hefur náð mjög góðum árangri í hundaþjálfun en hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hundar Golf Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira