Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2022 18:37 Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra en RÚV greinir frá því að um sé að ræða eiginkonu mannsins. Einn sakborningur er áfram í haldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi mánudags. Að sögn lögreglunnar miðar rannsókn málsins vel og verður ákvörðun um hvort farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu tekin um helgina. Langt uns öll kurl verði komin til grafar „Vettvangsrannsókn er lokið og úrvinnsla á ýmsum gögnum úr henni í fullum gangi. Þá er búið að taka margar skýrslur af bæði vitnum og grunuðum. Heildarmyndin er smám saman að skýrast og teljum við okkur hafa ágæta mynd af atburðarrásinni í aðdraganda þess að maðurinn lést,“ segir jafnframt í tilkynningu frá lögreglu. Rannsóknin er sögð vera umfangsmikil, flókin og tímafrek, og haldi nú áfram með yfirheyrslum og greiningu gagna. Enn sé beðið eftir ýmsum réttarlæknisfræðilegum niðurstöðum og gögnum úr ýmsum tæknirannsóknum. „Það geta liðið vikur eða mánuðir uns öll kurl verða komin til grafar í þessu máli og sennilega ekki margt sem við getum eða megum upplýsa um til viðbótar meðan málið er á rannsóknarstigi.“ Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Fjallabyggð Tengdar fréttir Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra en RÚV greinir frá því að um sé að ræða eiginkonu mannsins. Einn sakborningur er áfram í haldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi mánudags. Að sögn lögreglunnar miðar rannsókn málsins vel og verður ákvörðun um hvort farið verði fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu tekin um helgina. Langt uns öll kurl verði komin til grafar „Vettvangsrannsókn er lokið og úrvinnsla á ýmsum gögnum úr henni í fullum gangi. Þá er búið að taka margar skýrslur af bæði vitnum og grunuðum. Heildarmyndin er smám saman að skýrast og teljum við okkur hafa ágæta mynd af atburðarrásinni í aðdraganda þess að maðurinn lést,“ segir jafnframt í tilkynningu frá lögreglu. Rannsóknin er sögð vera umfangsmikil, flókin og tímafrek, og haldi nú áfram með yfirheyrslum og greiningu gagna. Enn sé beðið eftir ýmsum réttarlæknisfræðilegum niðurstöðum og gögnum úr ýmsum tæknirannsóknum. „Það geta liðið vikur eða mánuðir uns öll kurl verða komin til grafar í þessu máli og sennilega ekki margt sem við getum eða megum upplýsa um til viðbótar meðan málið er á rannsóknarstigi.“
Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Fjallabyggð Tengdar fréttir Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47
Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29
Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53