Vikan framundan: AGS uppfærir spá sína um hagvöxt í heimshagkerfinu
![Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birtir uppfærða hagspá í vikunni.](https://www.visir.is/i/1EEE804C21A3F7F5CB7DCB4626CFE15F917C8FC5111FADD7E33CE288FB591B38_713x0.jpg)
Í vikunni mun Seðlabankinn meðal annars birta nýjar mánaðartölur um kortaveltu en á liðnu sumri var heildarvelta erlendra greiðslukorta í hæstu hæðum. Á erlendum vettvangi ber hæst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun á morgun, þriðjudag, koma með uppfærða hagspá sína. Fastlega er gert ráð fyrir að þar verði boðaður enn minni hagvöxtur á heimsvísu en áður var spáð og eins meiri verðbólgu.