Telur að Ólafur hafi þegið ofgreidd laun í góðri trú Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2022 12:18 Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Hæstaréttarlögmaður telur að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs hafi verið í góðri trú þegar hann þáði mánaðarlega þóknun í sjö ár fyrir störf í stýrinefnd sem lögð hafði verið niður. Þá sé það langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Forsaga málsins er sú að árið 2012 ákvað stjórn Úrvinnslusjóðs, með bréfi til fjársýslu ríkisins, að veita framkvæmdastjóranum sérstaka mánaðarlega þóknun fyrir störf hans sem framkvæmdastjóra Stýrinefndar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Með breytingum á lögum um úrvinnslugjald árið 2015 er umrædd stýrinefnd lögð niður og verkefni hennar felld undir verksvið Úrvinnslusjóðs. Kjararáð ákvað laun og starfskjör Ólafs frá og með ársbyrjun 2015 skv. Launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 3133 og að auki átti að greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgdi. Ólafur skyldi ekki fá frekari greiðslur nema kjararáð myndi sérstaklega úrskurða um það. Þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs urðu þau mistök hjá Fjársýslunni að umrædd þóknun, sem hófst 2012, var ekki felld niður og var hún greidd út mánaðarlega síðustu sjö ár. Stjórn Úrvinnslusjóðs óskaði eftir áliti hjá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni og sérfræðingi í vinnurétti um ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra í málinu. Stjórnin sendi álitið í fréttatilkynningu nú fyrir hádegi. Lára segir í áliti sínu að hún telji langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Hún segir fullyrðingu ráðuneytisins um að hvorki stjórn né framkvæmdastjóri hafi upplýst ráðuneytið um þessa ofgreiðslu vera ranga. Ólafur hefði í tölvupósti sumarið 2015 upplýst Fjársýslu ríkisins um hverjir hefðu notið greiðslu fyrir setu í stýrinefndinni sálugu. Lára telur að Ólafur hafi verið í góðri trú um að hann væri að fá þau heildarlaun sem honum bæru og að hann hefði treyst því að Fjársýslan gæti annast launaútreikninga og fylgt ákvörðunum kjararáðs. „Til þess ber einnig að líta að hann fékk þessa greiðslu athugasemdalaust í rúm 7 ár,“ segir í áliti Láru. Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði í lok ágúst segist ráðuneytið telja að Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, hefði ekki þegið hinar ofgreiddu þóknanir í góðri trú. Forsaga málsins er sú að árið 2012 ákvað stjórn Úrvinnslusjóðs, með bréfi til fjársýslu ríkisins, að veita framkvæmdastjóranum sérstaka mánaðarlega þóknun fyrir störf hans sem framkvæmdastjóra Stýrinefndar um raf- og rafeindatækjaúrgang. Með breytingum á lögum um úrvinnslugjald árið 2015 er umrædd stýrinefnd lögð niður og verkefni hennar felld undir verksvið Úrvinnslusjóðs. Kjararáð ákvað laun og starfskjör Ólafs frá og með ársbyrjun 2015 skv. Launatöflu kjararáðs nr. 502, launaflokki 3133 og að auki átti að greiða honum 25 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgdi. Ólafur skyldi ekki fá frekari greiðslur nema kjararáð myndi sérstaklega úrskurða um það. Þrátt fyrir ákvörðun kjararáðs urðu þau mistök hjá Fjársýslunni að umrædd þóknun, sem hófst 2012, var ekki felld niður og var hún greidd út mánaðarlega síðustu sjö ár. Stjórn Úrvinnslusjóðs óskaði eftir áliti hjá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni og sérfræðingi í vinnurétti um ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra í málinu. Stjórnin sendi álitið í fréttatilkynningu nú fyrir hádegi. Lára segir í áliti sínu að hún telji langsótt að varpa ábyrgð á mistökum Fjársýslu ríkisins yfir á stjórn og framkvæmdastjóra. Hún segir fullyrðingu ráðuneytisins um að hvorki stjórn né framkvæmdastjóri hafi upplýst ráðuneytið um þessa ofgreiðslu vera ranga. Ólafur hefði í tölvupósti sumarið 2015 upplýst Fjársýslu ríkisins um hverjir hefðu notið greiðslu fyrir setu í stýrinefndinni sálugu. Lára telur að Ólafur hafi verið í góðri trú um að hann væri að fá þau heildarlaun sem honum bæru og að hann hefði treyst því að Fjársýslan gæti annast launaútreikninga og fylgt ákvörðunum kjararáðs. „Til þess ber einnig að líta að hann fékk þessa greiðslu athugasemdalaust í rúm 7 ár,“ segir í áliti Láru.
Umhverfismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þáði ofgreidd laun upp á 10 milljónir frá Úrvinnslusjóði Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs er sagður hafa þegið laun upp á rúmlega 10 milljónir króna undanfarin sjö ár, fyrir starf sem framkvæmdastjóri sjóðsins, starf sem sem lagt var niður árið 2015. 6. október 2022 23:36