Opinberar stofnanir þurfi að hætta að fela og hlífa starfsfólki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2022 12:16 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Stjórnsýslufræðingur segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál skilaboð til stjórnvalda um að hætta að fela starfsfólk. Stofnanir hafi á undanförnum árum orðið andlitslausar, sem sé þróun sem þurfi að stöðva. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“ Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“
Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06
Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39