Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:06 Hvítrússinn Ales Bialiatski hefur lengi barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu. EPA Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38