ÍR teflir fram dæmdum ofbeldismanni Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2022 08:00 Tylan Birts var stigahæstur ÍR í sigrinum gegn Njarðvík í gær. Hann skoraði 23 stig, tók 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar. VÍSIR/BÁRA Körfuknattleikslið ÍR leikur með Bandaríkjamanninn Tylan Jamon Birts innanborðs í vetur. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2016 en játaði á sig líkamsárás. ÍR vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildar karla í gærkvöld. Birts var þar í aðalhlutverki í sínum fyrsta leik á Íslandi, eftir að hafa síðast spilað sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu. ÍR hefur hlotið gagnrýni fyrir að tefla fram leikmanni sem dæmdur hefur verið vegna kynferðisglæps. @irkarfa, er ekki allt í góðu hjá ykkur eða finnst ykkur bara í góðu lagi að flytja inn leikmann sem er dæmdur kynferðisafbrotamaður? — Ingibjörg Anna (@ingibjorganna) October 4, 2022 Þegar Birts var 19 ára gamall var hann einn þriggja leikmanna Lindenwood-háskólaliðsins í Missouri sem ákærðir voru vegna nauðgunarmáls. Voru þeir þá allir settir til hliðar hjá liðinu. Samkvæmt bandarískum miðlum var Birts gefið að sök að hafa nauðgað konu sem liðsfélagi hans, Ermias Tesfia Nega, hafði haft samþykkt samræði við. Átti Nega að hafa yfirgefið herbergið, sem var í íbúð þeirra Birts, og sagt að konan væri „tilbúin“ í kynlíf. Birts og þriðji maðurinn, Bradley Newman Jr., hafi því næst farið inn og Birts haft samræði við konuna á meðan að Newman fylgdist með. Samkvæmt ákærunni mun konan svo hafa áttað sig á því þegar hún kveikti ljósin að þarna var Birts á ferð en ekki Nega. Hlaut skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða 120 dali Birts samdi árið 2017 um að játa á sig líkamsárás (e. Misdemeanour Assault), eins og hún er skilgreind í lögum Missouri-fylkis í Bandaríkjunum, en slapp við nauðgunardóm. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu. Subway-deild karla Körfubolti ÍR Kynferðisofbeldi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
ÍR vann óvæntan sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð Subway-deildar karla í gærkvöld. Birts var þar í aðalhlutverki í sínum fyrsta leik á Íslandi, eftir að hafa síðast spilað sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu. ÍR hefur hlotið gagnrýni fyrir að tefla fram leikmanni sem dæmdur hefur verið vegna kynferðisglæps. @irkarfa, er ekki allt í góðu hjá ykkur eða finnst ykkur bara í góðu lagi að flytja inn leikmann sem er dæmdur kynferðisafbrotamaður? — Ingibjörg Anna (@ingibjorganna) October 4, 2022 Þegar Birts var 19 ára gamall var hann einn þriggja leikmanna Lindenwood-háskólaliðsins í Missouri sem ákærðir voru vegna nauðgunarmáls. Voru þeir þá allir settir til hliðar hjá liðinu. Samkvæmt bandarískum miðlum var Birts gefið að sök að hafa nauðgað konu sem liðsfélagi hans, Ermias Tesfia Nega, hafði haft samþykkt samræði við. Átti Nega að hafa yfirgefið herbergið, sem var í íbúð þeirra Birts, og sagt að konan væri „tilbúin“ í kynlíf. Birts og þriðji maðurinn, Bradley Newman Jr., hafi því næst farið inn og Birts haft samræði við konuna á meðan að Newman fylgdist með. Samkvæmt ákærunni mun konan svo hafa áttað sig á því þegar hún kveikti ljósin að þarna var Birts á ferð en ekki Nega. Hlaut skilorðsbundinn dóm og þurfti að greiða 120 dali Birts samdi árið 2017 um að játa á sig líkamsárás (e. Misdemeanour Assault), eins og hún er skilgreind í lögum Missouri-fylkis í Bandaríkjunum, en slapp við nauðgunardóm. Hann hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að sinna 50 tíma samfélagsþjónustu auk þess að greiða 120 Bandaríkjadali vegna lífsýnatöku til sönnunar í málinu.
Subway-deild karla Körfubolti ÍR Kynferðisofbeldi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum