Náðar þá sem hafa hlotið dóma fyrir neysluskammta af maríjúana Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 19:36 Joe Biden Bandaríkjaforseti vill auðvelda þeim sem hafa hlotið sakadóma fyrir vörslu á maríjúana lífið. AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að náða þúsundir Bandaríkjamanna sem hafa hlotið dóma fyrir alríkisdómstólum fyrir vörslu á neysluskömmtum á maríjúana. Hann hvetur ríkisstjóra einstakra ríkja til að fara að fordæmi hans varðandi dóma fyrir ríkisdómstólum. Í yfirlýsingu frá forsetanum segir á ákvörðunin endurspegli þá skoðun hans að enginn ætti að dúa í fangelsi fyrir það eitt að neyta maríjúana eða hafa það í vörslu sinni. „Of mörgum lífum hefur verið steypt á hvolf vegna misheppnaðrar nálgunar okkar á maríjúana. Það er tími til kominn að leiðrétta þau mistök,“ segir forsetinn. https://twitter.com/POTUS/status/1578097875480895489?s=20&t=T-_ooEVgTgZijIQKvde9wQ Langflestir dómar vegna vörslu á maríjúana eru þó fyrir dómstólum einstrakra ríkja Bandaríkjanna. Því hvatti Biden ríkisstjóra til þess að náða fólk sem hefur hlotið slíka dóma. Samkvæmt upplýsingum Hvíta hússins situr enginn í alríkisfangelsum eingöngu fyrir vörslu neysluskammta af maríjúana. Náðunin geti hins vegar hjálpað þúsundum manna að leigja húsnæði eða finna vinnu. „Það eru þúsundir manna sem hafa hlotið alríkisdóma fyrir vörslu á maríjúana sem kunna að vera neitað um atvinnu, húsnæði eða menntunartækifæri vegna þeirra. Aðgerðir mínar hjálpa til við að létta á hliðarverkunum þessara sakfellinga,“ sagði Biden í yfirlýsingu sinni. Beindi Biden því einnig til heilbrigðisráðuneytisins og dómsmálaráðherrans að endurskoða flokkun maríjúana. Þannig yrði viðurlög við vörslu á efninum mögulega milduð eða afnumin alveg. Forsetinn vill þó áfram takmarka smygla, markaðssetningu og sölu á maríjúana til ungmenna. Bandaríkin Joe Biden Fíkniefnabrot Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Í yfirlýsingu frá forsetanum segir á ákvörðunin endurspegli þá skoðun hans að enginn ætti að dúa í fangelsi fyrir það eitt að neyta maríjúana eða hafa það í vörslu sinni. „Of mörgum lífum hefur verið steypt á hvolf vegna misheppnaðrar nálgunar okkar á maríjúana. Það er tími til kominn að leiðrétta þau mistök,“ segir forsetinn. https://twitter.com/POTUS/status/1578097875480895489?s=20&t=T-_ooEVgTgZijIQKvde9wQ Langflestir dómar vegna vörslu á maríjúana eru þó fyrir dómstólum einstrakra ríkja Bandaríkjanna. Því hvatti Biden ríkisstjóra til þess að náða fólk sem hefur hlotið slíka dóma. Samkvæmt upplýsingum Hvíta hússins situr enginn í alríkisfangelsum eingöngu fyrir vörslu neysluskammta af maríjúana. Náðunin geti hins vegar hjálpað þúsundum manna að leigja húsnæði eða finna vinnu. „Það eru þúsundir manna sem hafa hlotið alríkisdóma fyrir vörslu á maríjúana sem kunna að vera neitað um atvinnu, húsnæði eða menntunartækifæri vegna þeirra. Aðgerðir mínar hjálpa til við að létta á hliðarverkunum þessara sakfellinga,“ sagði Biden í yfirlýsingu sinni. Beindi Biden því einnig til heilbrigðisráðuneytisins og dómsmálaráðherrans að endurskoða flokkun maríjúana. Þannig yrði viðurlög við vörslu á efninum mögulega milduð eða afnumin alveg. Forsetinn vill þó áfram takmarka smygla, markaðssetningu og sölu á maríjúana til ungmenna.
Bandaríkin Joe Biden Fíkniefnabrot Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira