Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2022 08:52 Húsið var tekið í notkun árið 1954. Landsbankinn Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. Frá þessu segir á heimasíðu bankans. Húsið stendur við Strandgötu 1 og setur mikinn svip á ásýnd Ráðhústorgsins. „Húsið er um 2.300 fermetrar að stærð, kjallari, þrjár hæðir og ris. Ef til sölu kemur mun bankinn leigja húsnæði á fyrstu hæð og hluta af kjallara og annarri hæð. Útibúið verður því áfram í húsinu þar til annað verður ákveðið,“ segir á síðu bankans. Landsbankinn hefur á síðustu árum sett hús sín á sölu, meðal annars á Selfossi, Ísafirði og í Reykjavík. Rúmlega þrjátíu starfsmenn Alls starfa nú rúmlega þrjátíu manns í útibúinu, aðallega við þjónustu í útibúinu og í Þjónustuveri en einnig hafa þrír starfsmenn Upplýsingatæknisviðs bankans starfsstöð í húsinu. „Starfsfólk Þjónustuversins veitir viðskiptavinum um allt land þjónustu og í útibúinu eru reynslumiklir sérfræðingar í fjármálum einstaklinga og fyrirtækja. Þar er líka aðgengi að sjálfsafgreiðslutækjum allan sólarhringinn. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi hafa breytingar á bankaþjónustu gert það að verkum að húsakosturinn er óþarflega stór. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm Tók til starfa á Akureyri árið 1902 Fyrstu tillöguuppdrætti að Landsbankahúsinu við Strandgötu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis. Þegar húsið var tekið í notkun árið 1954 voru fjárhirslur og geymsluhólf í kjallara. Á fyrstu hæð voru afgreiðslusalur og skrifstofur bankans. Á annarri og þriðju hæð voru skrifstofur Akureyrarkaupstaðar og fundarsalur bæjarstjórnar var í risinu og má því segja að á þessum árum hafi verið ráðhús við Ráðhústorg. Árið 1975 var viðbygging við húsið tekin í notkun og stækkaði afgreiðslusalurinn þá um helming. Landsbanki Íslands tók til starfa á Akureyri árið 1902. Fyrstu tvö árin var bankinn til húsa í suðurhluta hússins að Hafnarstræti 2. Árið 1904 flutti bankinn í Hafnarstræti 107, við Ráðhústorg. Þar var bankinn til ársins 1931 þegar hann flutti yfir torgið á neðri hæð hússins Ráðhústorg 7a þar sem hann var til ársins 1954,“ segir í tilkynningunni. Landsbankinn Akureyri Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. 6. desember 2020 23:39 Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Frá þessu segir á heimasíðu bankans. Húsið stendur við Strandgötu 1 og setur mikinn svip á ásýnd Ráðhústorgsins. „Húsið er um 2.300 fermetrar að stærð, kjallari, þrjár hæðir og ris. Ef til sölu kemur mun bankinn leigja húsnæði á fyrstu hæð og hluta af kjallara og annarri hæð. Útibúið verður því áfram í húsinu þar til annað verður ákveðið,“ segir á síðu bankans. Landsbankinn hefur á síðustu árum sett hús sín á sölu, meðal annars á Selfossi, Ísafirði og í Reykjavík. Rúmlega þrjátíu starfsmenn Alls starfa nú rúmlega þrjátíu manns í útibúinu, aðallega við þjónustu í útibúinu og í Þjónustuveri en einnig hafa þrír starfsmenn Upplýsingatæknisviðs bankans starfsstöð í húsinu. „Starfsfólk Þjónustuversins veitir viðskiptavinum um allt land þjónustu og í útibúinu eru reynslumiklir sérfræðingar í fjármálum einstaklinga og fyrirtækja. Þar er líka aðgengi að sjálfsafgreiðslutækjum allan sólarhringinn. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi hafa breytingar á bankaþjónustu gert það að verkum að húsakosturinn er óþarflega stór. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm Tók til starfa á Akureyri árið 1902 Fyrstu tillöguuppdrætti að Landsbankahúsinu við Strandgötu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis. Þegar húsið var tekið í notkun árið 1954 voru fjárhirslur og geymsluhólf í kjallara. Á fyrstu hæð voru afgreiðslusalur og skrifstofur bankans. Á annarri og þriðju hæð voru skrifstofur Akureyrarkaupstaðar og fundarsalur bæjarstjórnar var í risinu og má því segja að á þessum árum hafi verið ráðhús við Ráðhústorg. Árið 1975 var viðbygging við húsið tekin í notkun og stækkaði afgreiðslusalurinn þá um helming. Landsbanki Íslands tók til starfa á Akureyri árið 1902. Fyrstu tvö árin var bankinn til húsa í suðurhluta hússins að Hafnarstræti 2. Árið 1904 flutti bankinn í Hafnarstræti 107, við Ráðhústorg. Þar var bankinn til ársins 1931 þegar hann flutti yfir torgið á neðri hæð hússins Ráðhústorg 7a þar sem hann var til ársins 1954,“ segir í tilkynningunni.
Landsbankinn Akureyri Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. 6. desember 2020 23:39 Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Landsbankahúsið á Ísafirði til sölu Landsbankinn hefur sett hús sitt við Pólgötu 1 á Ísafirði á sölu. Bankinn seldi á dögunum hús sitt á Selfossi á 350 milljónir. Óskað er eftir tilboðum í eignina í höfuðstað Vestfjarða. 6. desember 2020 23:39
Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50