Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Marín Þórsdóttir skrifar 6. október 2022 07:00 Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. Þrátt fyrir þennan gífurlega fjölda fólks á öllum aldri sem lætur lífið vegna ofskömmtunar á ópíóíðum, svo sem Contalgini, Heróíni, Methadoni, Fentanýli, Oxykódoni eða Búprenorfíni, var mótefni við því ekki aðgengilegt hér á Íslandi fyrr en nú á þessu ári, en þá var eitt stærsta mannréttindaskref fyrir einstaklinga sem nota ólögleg vímuefni stigið og lyfið Nyxoid gert aðgengilegt fyrir öll, þeim að kostnaðarlausu. Nyxoid lyfið, sem inniheldur virka efnið Naloxone, hefur verið til í áratugi og margsannað gildi sitt víða um heim. Mótefnið fæst meðal annars sem nefúði og það er ekki hægt að misnota. Dreifing á Nyxoid hófst hér á Íslandi fyrir alvöru þegar skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður og neyslurýmið Ylja, hófu dreifingu á því í marsmánuði fyrir tilstuðlan styrks frá fjársterkum einstaklingum. Fljótlega tók heilbrigðisráðuneytið við sér og um haustið var mótefnið gert aðgengilegt öllum þeim sem það þurfa, sem og viðbragðsaðilum. Þessu mikilvæga mannréttindaskrefi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi ber að fagna. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hafa nú dreift tæplega 200 skömmtum til notenda og kennt þeim að nota lyfið. Lyfið er í raun er afar einfalt í notkun og allir Íslendingar ættu að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast við þeim. Áður en lyfið er gefið skal ganga úr skugga um hvort einstaklingurinn sé með meðvitund, en helstu einkenni ofskömmtunar eru: Skortur á viðbrögðum við snertingu og/eða hljóði. Öndunin verður hæg eða jafnvel stöðvast. Hrotur, hrygglur eða köfnunarhljóð koma frá viðkomandi. Neglur og varir verða bláar. Augasteinar verða agnarsmáir (e. pinpoint). Ef grunur liggur á ofskömmtun er mikilvægt að hringja strax í 112. Síðan er nefúðinn gefinn í aðra nösina, en í hverju hylki er einn skammtur. Ef sjúklingur sýnir engan bata eða einkenni ofskömmtunar hafa komið aftur skal gefa annan skammt af nefúðanum 2-3 mínútum síðar og þá í hina nösina og úr öðru hylki. Lyfið á að verka nokkuð skjótt og hjá einstaklingum sem eru háðir ópíóíðum geta fráhvarfseinkenni frá þeim gert vart við sig. Líkt og hjartastuðtæki sem hanga uppi á flestum opinberum stofnunum og fjölmennum vinnustöðum ætti lítil gul Naloxone taska með tveimur nefúðum að hanga á sama stað. Almenningur ætti einnig að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast rétt við. Með samheldnu átaki getum við fækkað ótímabærum dauðsföllum af völdum ópíóíðum, því hvert mannslíf skiptir máli og við missum því miður alltof marga einstaklinga á þennan hátt á hverju ári. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. Þrátt fyrir þennan gífurlega fjölda fólks á öllum aldri sem lætur lífið vegna ofskömmtunar á ópíóíðum, svo sem Contalgini, Heróíni, Methadoni, Fentanýli, Oxykódoni eða Búprenorfíni, var mótefni við því ekki aðgengilegt hér á Íslandi fyrr en nú á þessu ári, en þá var eitt stærsta mannréttindaskref fyrir einstaklinga sem nota ólögleg vímuefni stigið og lyfið Nyxoid gert aðgengilegt fyrir öll, þeim að kostnaðarlausu. Nyxoid lyfið, sem inniheldur virka efnið Naloxone, hefur verið til í áratugi og margsannað gildi sitt víða um heim. Mótefnið fæst meðal annars sem nefúði og það er ekki hægt að misnota. Dreifing á Nyxoid hófst hér á Íslandi fyrir alvöru þegar skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður og neyslurýmið Ylja, hófu dreifingu á því í marsmánuði fyrir tilstuðlan styrks frá fjársterkum einstaklingum. Fljótlega tók heilbrigðisráðuneytið við sér og um haustið var mótefnið gert aðgengilegt öllum þeim sem það þurfa, sem og viðbragðsaðilum. Þessu mikilvæga mannréttindaskrefi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi ber að fagna. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hafa nú dreift tæplega 200 skömmtum til notenda og kennt þeim að nota lyfið. Lyfið er í raun er afar einfalt í notkun og allir Íslendingar ættu að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast við þeim. Áður en lyfið er gefið skal ganga úr skugga um hvort einstaklingurinn sé með meðvitund, en helstu einkenni ofskömmtunar eru: Skortur á viðbrögðum við snertingu og/eða hljóði. Öndunin verður hæg eða jafnvel stöðvast. Hrotur, hrygglur eða köfnunarhljóð koma frá viðkomandi. Neglur og varir verða bláar. Augasteinar verða agnarsmáir (e. pinpoint). Ef grunur liggur á ofskömmtun er mikilvægt að hringja strax í 112. Síðan er nefúðinn gefinn í aðra nösina, en í hverju hylki er einn skammtur. Ef sjúklingur sýnir engan bata eða einkenni ofskömmtunar hafa komið aftur skal gefa annan skammt af nefúðanum 2-3 mínútum síðar og þá í hina nösina og úr öðru hylki. Lyfið á að verka nokkuð skjótt og hjá einstaklingum sem eru háðir ópíóíðum geta fráhvarfseinkenni frá þeim gert vart við sig. Líkt og hjartastuðtæki sem hanga uppi á flestum opinberum stofnunum og fjölmennum vinnustöðum ætti lítil gul Naloxone taska með tveimur nefúðum að hanga á sama stað. Almenningur ætti einnig að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast rétt við. Með samheldnu átaki getum við fækkað ótímabærum dauðsföllum af völdum ópíóíðum, því hvert mannslíf skiptir máli og við missum því miður alltof marga einstaklinga á þennan hátt á hverju ári. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun