Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2022 14:53 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við rannsókn á vettvangi á Ólafsfirði í gær. Vísir Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. Samfélagið á Ólafsfirði er slegið eftir að atburðina í fyrri nótt. Þá brugðust lögreglumenn og sjúkraliðar við ósk um aðstoð í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Endurlífgunartilraunir voru hafnar á vettvangi þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang. Þær tilraunir báru ekki árangur og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjögur voru handtekin og þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið vilja gefa upp. Höfðu verið gift í innan við ár Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni 46 ára karlmaður búsettur á Ólafsfirði. Karlmaðurinn giftist konu um áramótin eftir tæplega ársgamalt samband þeirra. Konan er meðal hinna handteknu. Karlmaður nokkur búsettur á Suðurlandinu var gestur á Ólafsfirði þennan dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann kominn til að aðstoða vinkonu sína, eiginkonu hins látna, sem hafi látið illa af sambandinu. Vinkona þeirra er búsett í fjölbýlishúsinu við Ólafsveg og hafði fyrr um kvöldið farið á heimili hjónanna og sótt föt í hennar eigu. Planið hafi verið að hjálpa henni út úr sambandinu. Hinn látni hafi, samkvæmt heimildum, komið í íbúðina þar sem vinirnir þrír hafi verið um nóttina. Hann hafi verið ósáttur við framvindu mála. Hvað gerðist í íbúðinni er til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að eggvopn voru á lofti. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfesti við fréttastofu í gær að auk hins látna hefði annar aðili hlotið stungusár. Sá hefði fengið aðhlynningu á slysadeild. Annað vildi Arnfríður Gígja ekki staðfesta. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu í dag að lögregla myndi ekki svara neinum spurningum varðandi málið að svo stöddu. Flutt til Reykjavíkur Heimildir fréttastofu herma að samband hjónanna, hins látna og hinnar handteknu, hafi verið stormasamt. Heimilisofbeldi hefur verið nefnt í því samhengi. Um er að ræða fólk sem verið hefur í neyslu og átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af þeim og þá hafa þau hvort fyrir sig staðið í stappi við barnavernd. Hin þrjú handteknu verða flutt í fangelsið á Hólmsheiði í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Fangelsið er eina gæsluvarðhaldsfangelsið á landinu. Þó er heimilt að halda fólk í gæsluvarðhaldi í fjóra daga á lögreglustöð auk þess sem fangageymslur eru fyrir norðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins að harmleikurinn á Ólafsfirði snerti alla íbúa bæjarfélagsins. „Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“ segir Sigríður. „Lögreglan vinnur faglega að rannsókn málsins og mun upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við á erfiðum stundum sem þessum.“ Þá biðlar hún til fjölmiðla að virða mörk gagnvart aðstandendum málsins. Uppfært klukkan 15:27. Lögreglumál Fjallabyggð Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Samfélagið á Ólafsfirði er slegið eftir að atburðina í fyrri nótt. Þá brugðust lögreglumenn og sjúkraliðar við ósk um aðstoð í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Endurlífgunartilraunir voru hafnar á vettvangi þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang. Þær tilraunir báru ekki árangur og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjögur voru handtekin og þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið vilja gefa upp. Höfðu verið gift í innan við ár Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni 46 ára karlmaður búsettur á Ólafsfirði. Karlmaðurinn giftist konu um áramótin eftir tæplega ársgamalt samband þeirra. Konan er meðal hinna handteknu. Karlmaður nokkur búsettur á Suðurlandinu var gestur á Ólafsfirði þennan dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann kominn til að aðstoða vinkonu sína, eiginkonu hins látna, sem hafi látið illa af sambandinu. Vinkona þeirra er búsett í fjölbýlishúsinu við Ólafsveg og hafði fyrr um kvöldið farið á heimili hjónanna og sótt föt í hennar eigu. Planið hafi verið að hjálpa henni út úr sambandinu. Hinn látni hafi, samkvæmt heimildum, komið í íbúðina þar sem vinirnir þrír hafi verið um nóttina. Hann hafi verið ósáttur við framvindu mála. Hvað gerðist í íbúðinni er til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að eggvopn voru á lofti. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfesti við fréttastofu í gær að auk hins látna hefði annar aðili hlotið stungusár. Sá hefði fengið aðhlynningu á slysadeild. Annað vildi Arnfríður Gígja ekki staðfesta. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu í dag að lögregla myndi ekki svara neinum spurningum varðandi málið að svo stöddu. Flutt til Reykjavíkur Heimildir fréttastofu herma að samband hjónanna, hins látna og hinnar handteknu, hafi verið stormasamt. Heimilisofbeldi hefur verið nefnt í því samhengi. Um er að ræða fólk sem verið hefur í neyslu og átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af þeim og þá hafa þau hvort fyrir sig staðið í stappi við barnavernd. Hin þrjú handteknu verða flutt í fangelsið á Hólmsheiði í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Fangelsið er eina gæsluvarðhaldsfangelsið á landinu. Þó er heimilt að halda fólk í gæsluvarðhaldi í fjóra daga á lögreglustöð auk þess sem fangageymslur eru fyrir norðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins að harmleikurinn á Ólafsfirði snerti alla íbúa bæjarfélagsins. „Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“ segir Sigríður. „Lögreglan vinnur faglega að rannsókn málsins og mun upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við á erfiðum stundum sem þessum.“ Þá biðlar hún til fjölmiðla að virða mörk gagnvart aðstandendum málsins. Uppfært klukkan 15:27.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Fjallabyggð Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira