Þegar Eyjafjallajökull og Mourinho stöðvuðu draumalið Guardiolas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 15:30 Eyjafjallajökull og José Mourinho lögðu stein í götu Barcelona fyrir tólf árum. vísir/getty Inter og Barcelona eigast við í stórleik dagsins í Meistaradeild Evrópu. Inter hefur aðeins einu sinni unnið Barcelona í tíu leikjum í Meistaradeildinni og sá sigur var eftirminnilegur. Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira