Hefja gjaldtöku vegna bíla sem standa óhreyfðir dögum saman Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2022 08:00 Miðjan á Hellu. Langtímabílastæðin sem um ræðir eru lengst til hægri á myndinni. Vísir/Vilhelm Rangárþing ytra hyggst hefja gjaldtöku á langtímabílastæðum við verslunar- og skrifstofukjarnann Miðjuna á Hellu á næsta ári. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, segir að eftir rólega tíð í heimsfaraldrinum og þegar ferðamannastraumurinn hafi aftur farið á fullt í sumar, hafi komið bersýnilega ljós að á langtímastæðunum væru jafnan bílar sem stæðu þar yfirgefnir dögum saman. „Þetta er að stórum hluta bílar fólks sem skilur þá þar eftir þegar það fer í lengri ferðir. Og þetta teppir þau pláss og önnur sem ætluð eru daglegri þjónustu,“ segir Jón. Jón segir að verið sé að skoða hvernig sé best að standa að málinu. „Við erum að skoða gjaldskyldu og svo þann möguleika að sömuleiðis fjölga bílastæðum. En við verðum að sjá til þess að fórnarkostnaðurinn verði ekki meiri en ávinningurinn.“ Jón segir að markmiðið sé að hefja gjaldskylduna næsta sumar, en leggur áherslu á það eigi ekki við um öll stæðin fyrir utan Miðjuna heldur langtímastæðin sem eru næst sjálfum Suðurlandsveginum. Mjög umsetin Málið var á dagskrá byggðarráðs Rangárþings ytra á mánudag. Ábendingar höfðu þá borist um að bílastæðin væru mjög umsetin, sérstaklega að sumarlagi. Byggðarráð samþykkti að fela Jóni sveitarstjóra að skoða mismunandi útfærslur á gjaldtöku á langtímabílastæðunum við Miðjuna. Umræða fór einnig fram um stöðu salernismála við Miðjuna, en þeirri ábendingu var vísað til skoðunar hjá Suðurlandsvegi 1-3 hf. sem á og rekur fasteignirnar sem kallaðar eru Miðjan. Bílastæði Rangárþing ytra Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, segir að eftir rólega tíð í heimsfaraldrinum og þegar ferðamannastraumurinn hafi aftur farið á fullt í sumar, hafi komið bersýnilega ljós að á langtímastæðunum væru jafnan bílar sem stæðu þar yfirgefnir dögum saman. „Þetta er að stórum hluta bílar fólks sem skilur þá þar eftir þegar það fer í lengri ferðir. Og þetta teppir þau pláss og önnur sem ætluð eru daglegri þjónustu,“ segir Jón. Jón segir að verið sé að skoða hvernig sé best að standa að málinu. „Við erum að skoða gjaldskyldu og svo þann möguleika að sömuleiðis fjölga bílastæðum. En við verðum að sjá til þess að fórnarkostnaðurinn verði ekki meiri en ávinningurinn.“ Jón segir að markmiðið sé að hefja gjaldskylduna næsta sumar, en leggur áherslu á það eigi ekki við um öll stæðin fyrir utan Miðjuna heldur langtímastæðin sem eru næst sjálfum Suðurlandsveginum. Mjög umsetin Málið var á dagskrá byggðarráðs Rangárþings ytra á mánudag. Ábendingar höfðu þá borist um að bílastæðin væru mjög umsetin, sérstaklega að sumarlagi. Byggðarráð samþykkti að fela Jóni sveitarstjóra að skoða mismunandi útfærslur á gjaldtöku á langtímabílastæðunum við Miðjuna. Umræða fór einnig fram um stöðu salernismála við Miðjuna, en þeirri ábendingu var vísað til skoðunar hjá Suðurlandsvegi 1-3 hf. sem á og rekur fasteignirnar sem kallaðar eru Miðjan.
Bílastæði Rangárþing ytra Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira