Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp á Ólafsfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. október 2022 11:50 Fjöldi fólks hefur sótt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins. Fjallabyggð.is Fjöldi fólks hefur nýtt sér áfallahjálp Kirkjunnar og Rauða krossins á Ólafsfirði vegna manndráps sem var framið þar í fyrrinótt. Rauði krossinn mun áfram hafa viðveru í bænum og veita bæjarbúum stuðning vegna hroðaverksins. Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna manndráps á Ólafsfirði í fyrrinótt en fjögur voru handtekin á vettvangi. Samkvæmt heimildum frétttastofu var karlmaður á fimmtugsaldri stunginn til bana en einn til viðbótar var stunginn og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samfélagið á Ólafsfirði væri skekið vegna málins. Kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi sem nokkrir sóttu en Rauði krossinn hefur einnig boðið upp á áfallahjálp. „Það voru aðilar úr viðbragðshópnum okkar sem voru til aðstoðar í kirkjunni og ég veit að það var rennerí af fólki sem var að koma yfir allan daginn. Svo var kyrrðarstund klukkan átta og það mættu nokkrir þangað. Svo voru nokkrir sem nýttu sér að ræða við viðbragðsaðilana okkar á staðnum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Boðið verði áfram upp á áfallahjálp næstu daga. „Við verðum auðvitað eins lengi og þarf og komum líka stundum að fræðslu og annað, til dæmis fyrir foreldra hvernig á að ræða við börnin um slík atvik,“ segir Elfa. Frá vettvangi á Ólafsfirði.Vísir Atvik sem þetta geti haft gríðarleg áhrif á lítil samfélög líkt og á Ólafsfirði. „Það vita það allir sem búa í slíkum samfélögum að það hefur öðruvísi áhrif. Það eru meiri tengingar sem þarf að huga að og auðvitað þekkjast margir. Í smáum samfélögum er það ekki þannig að allir þekki alla en margir þekkja marga þannig að þetta hefur víðtæk áhrif inn í allt samfélagið, skólakerfið og vinnustaðina. “ Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekkert nýtt hafa um rannsókn málsins að segja að svo stöddu. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í gær vegna manndráps á Ólafsfirði í fyrrinótt en fjögur voru handtekin á vettvangi. Samkvæmt heimildum frétttastofu var karlmaður á fimmtugsaldri stunginn til bana en einn til viðbótar var stunginn og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samfélagið á Ólafsfirði væri skekið vegna málins. Kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi sem nokkrir sóttu en Rauði krossinn hefur einnig boðið upp á áfallahjálp. „Það voru aðilar úr viðbragðshópnum okkar sem voru til aðstoðar í kirkjunni og ég veit að það var rennerí af fólki sem var að koma yfir allan daginn. Svo var kyrrðarstund klukkan átta og það mættu nokkrir þangað. Svo voru nokkrir sem nýttu sér að ræða við viðbragðsaðilana okkar á staðnum,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum. Boðið verði áfram upp á áfallahjálp næstu daga. „Við verðum auðvitað eins lengi og þarf og komum líka stundum að fræðslu og annað, til dæmis fyrir foreldra hvernig á að ræða við börnin um slík atvik,“ segir Elfa. Frá vettvangi á Ólafsfirði.Vísir Atvik sem þetta geti haft gríðarleg áhrif á lítil samfélög líkt og á Ólafsfirði. „Það vita það allir sem búa í slíkum samfélögum að það hefur öðruvísi áhrif. Það eru meiri tengingar sem þarf að huga að og auðvitað þekkjast margir. Í smáum samfélögum er það ekki þannig að allir þekki alla en margir þekkja marga þannig að þetta hefur víðtæk áhrif inn í allt samfélagið, skólakerfið og vinnustaðina. “ Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekkert nýtt hafa um rannsókn málsins að segja að svo stöddu.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15 Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57 Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. 3. október 2022 22:15
Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild. 3. október 2022 16:57
Kyrrðarstund í Ólafsfjarðarkirkju vegna manndrápsins Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra. 3. október 2022 15:20