Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 11:30 Theodór Ingi Pálmason og Arnar Daði Arnarsson eru góðir félagar en Arnari Daða var ekki skemmt yfir vinnubrögðum Theodórs við gerð styrkleikaspjaldsins. Stöð 2 Sport „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira