Meinlaust eða hyldjúpt og óbrúanlegt kynjamisrétti? Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 4. október 2022 09:31 Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Í vitundarvakningunni er áhersla lögð á hegðun sem mörg telja saklausa og er ætlunin að draga fram samfélagslegt mynstur sem er alls ekki eins meinlaust og halda mætti. Fimm árum eftir #metoo Í upphafi #metoo byltingarinnar haustið 2017 birtu um 900 íslenskar konur sögur sínar opinberlega. Sögurnar endurspegla kynjamisrétti, þ.e. valdaójafnvægi kynjanna, sem birtist í bæði kerfisbundinni og endurtekinni áreitni. Konur sem tilheyra jaðarsettum hópum eru í enn meiri áhættu, svo sem fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Karlar hafa einnig lýst áreitni en því miður hefur vandamálið enn beina fylgni við valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. Áreitnin er af ýmsum toga, ýmist eða bæði kynbundin eða kynferðisleg. Fimm árum eftir upphaf #metoo byltingarinnar heyrum við enn nánast daglega sögur um kynbundna og kynferðislega áreitni í daglegu lífi, námi eða starfi. Vitundarvakning og fræðsla Í vitundarvakningunni Meinlaust? eru frásagnir úr íslensku samfélagi endursagðar í formi myndasagna og fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eigin reynslu undir myllumerkinu #meinlaust eða með því að merkja @meinlaust. Jafnréttisstofa hefur auk þess útbúið fræðslu fyrir vinnustaði sem nefndist KÁ vitinn og er markmið fræðslunnar fyrirbyggjandi ráðstöfun, þ.e. að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntir eru sex vitar sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Opnum augun „Kynjamisréttið er hyldjúpt og óbrúanlegt“ sagði í bókadómi sem ég las nýverið frá árinu 1986 og um leið furðaði sá sem það ritaði sig á því að jafnréttisboðskapur síðustu ára hefði greinilega ekki rist djúpt. Ég notaði þessi orð í titli greinarinnar því nú árið 2022 virðist enn ærið verk að vinna. Opnum augun fyrir vandamálinu í stað þess að horfa á eftir því í hyldjúpa gjá sem hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Þekkjum birtingarmyndirnar og verum meðvituð gagnvart einu útbreiddasta vandamáli heimsins. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er aldrei meinlaus. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Vitundarvakningunni Meinlaust? er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Vitundarvakningin er eitt verkefna í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir árin 2020 – 2023. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er með útbreiddustu vandamálum heims, hún á sér margar birtingarmyndir og hefur víðtækar afleiðingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Í vitundarvakningunni er áhersla lögð á hegðun sem mörg telja saklausa og er ætlunin að draga fram samfélagslegt mynstur sem er alls ekki eins meinlaust og halda mætti. Fimm árum eftir #metoo Í upphafi #metoo byltingarinnar haustið 2017 birtu um 900 íslenskar konur sögur sínar opinberlega. Sögurnar endurspegla kynjamisrétti, þ.e. valdaójafnvægi kynjanna, sem birtist í bæði kerfisbundinni og endurtekinni áreitni. Konur sem tilheyra jaðarsettum hópum eru í enn meiri áhættu, svo sem fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Karlar hafa einnig lýst áreitni en því miður hefur vandamálið enn beina fylgni við valdaójafnvægi kynjanna í samfélaginu. Áreitnin er af ýmsum toga, ýmist eða bæði kynbundin eða kynferðisleg. Fimm árum eftir upphaf #metoo byltingarinnar heyrum við enn nánast daglega sögur um kynbundna og kynferðislega áreitni í daglegu lífi, námi eða starfi. Vitundarvakning og fræðsla Í vitundarvakningunni Meinlaust? eru frásagnir úr íslensku samfélagi endursagðar í formi myndasagna og fólk er hvatt til að taka þátt í umræðunni og deila eigin reynslu undir myllumerkinu #meinlaust eða með því að merkja @meinlaust. Jafnréttisstofa hefur auk þess útbúið fræðslu fyrir vinnustaði sem nefndist KÁ vitinn og er markmið fræðslunnar fyrirbyggjandi ráðstöfun, þ.e. að starfsfólk og stjórnendur þekki birtingarmyndir og afleiðingar kynferðislegrar áreitni og fái verkfæri til að vinna gegn slíkri hegðun. Lögð er áhersla á aukna vitund og kynntir eru sex vitar sem vinnustaðir geta nýtt sér til að búa til betra starfsumhverfi og opnari umræðu um málefnið. Sérstök áhersla er einnig lögð á ábyrgð stjórnenda og mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar. Opnum augun „Kynjamisréttið er hyldjúpt og óbrúanlegt“ sagði í bókadómi sem ég las nýverið frá árinu 1986 og um leið furðaði sá sem það ritaði sig á því að jafnréttisboðskapur síðustu ára hefði greinilega ekki rist djúpt. Ég notaði þessi orð í titli greinarinnar því nú árið 2022 virðist enn ærið verk að vinna. Opnum augun fyrir vandamálinu í stað þess að horfa á eftir því í hyldjúpa gjá sem hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, vinnustaði og samfélagið allt. Þekkjum birtingarmyndirnar og verum meðvituð gagnvart einu útbreiddasta vandamáli heimsins. Kynbundin og kynferðisleg áreitni er aldrei meinlaus. Höfundur er sérfræðingur á Jafnréttisstofu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun