Heyrir einhver til mín? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 3. október 2022 22:00 Fyrir ekki svo löngu síðan var ill meðferð á börnum á vöggustofum uppúr miðri síðustu öld afhjúpuð í fjölmiðlum og, eðlilega, krafist rannsóknar og yfirbóta. Þar áður voru það barnaheimilismálin alræmdu og þá hefur þjóðin stundum verið á innsoginu yfir fréttum af sláandi atvikum í skólum og leikskólum landsins, enda krefjumst við þess sem velferðarþjóð að vel sé komið fram við, og hugsað um börnin okkar því þau geta ekki varið sig eða séð um sig sjálf. En hvað myndi fólk segja ef það frétti af því að nú, árið 2022, væru börn á stofnunum látin liggja í rúmi í allt upp í klukkutíma áður en þeim er hjálpað á salerni eða klædd í föt? Eða að börn mæti ítrekað í skólann í óhreinum fötum, gangi jafnvel í sömu fötunum í marga daga, ótannburstuð og ógreidd, með tilheyrandi líkamslykt? Hvað finnst ykkur um að barn sem á erfitt með hreyfingar sé látið afskipt á matartímum, hipsum haps hvort maturinn er bitaður niður eða barninu hjálpað við að lyfta gaffli eða skeið, og borði því aldrei nægju sína? Hvað með börnin sem eru látin sitja á óþægilegum stól við matarborðið upp í tvo tíma eftir að borðið er hreinsað, vegna þess að þau komast ekki sjálf frá borðinu? Jafnvel látin dotta þar í dágóða stund, meðan starfsfólkið situr skammt frá á spjalli eða í símunum sínum? Hafið þið heyrt af börnum sem fá ekki nægilega mikinn vökva og eru því alltaf með þurra, flagnandi húð með tilheyrandi kláða,eða bjúg og almennt slen? Og vissuð þið að ef stofnunin sem hýsir börnin ákveður að skipta um lyf eða aðra meðferð hjá barninu, lætur hún nánustu aðstandendur ekki nærri alltaf vita, og að starfsfólk kynnir sér ekki endilega sjúkrasögu viðkomandi barns og getur því ekki aðlagað umönnun sína að því? Þannig veit ég um barn sem rifbeinsbrotnaði í umsjá stofnunarinnar, en þremur dögum síðar var drifið í sturtu af starfsmanni sem hafði ekki hugmynd um það, sýndi enga aðgætni og ómálga barnið gat ekki látið vita þegar það kenndi til. Eruð þið ekki orðin hneyksluð? Alveg á innsoginu? Fingurnir titrandi því þið ætlið að henda í einn kjarnyrtan Facebook status og deila þessari grein með frösum eins og „SKYLDULESNING“ eða „HEYR HEYR“? Breytir það einhverju þótt ég hafi ekki verið að segja aaaalveg satt, þar sem ekki er um börn að ræða heldur gamalt fólk? Að öðru leyti er allt hér að ofantöldu dagsatt, og fleiri sláandi sögur til, ég læt bara duga það sem snýr að móður minni sem er bæði öldruð og með heilabilun. Hún fékk pláss á einu fínasta hjúkrunarheimili landsins þar sem húsakynnin eru hin glæsilegustu og aðstaðan til fyrirmyndar en eitthvað vantar upp á gæðaeftirlitið í starfinu sjálfu. Þar er bæði undirmannað og mikið róterí á almennu starfsfólki og þau sem eru ráðin virðast ekki fá mikla þjálfun og sum virðast ekki hafa til að bera það sem þarf til að starfa við umönnun. Það liggur nefnilega ekki vel fyrir öllum og því mikilvægt í ráðningarferlinu að sía inn gott fólk með þroska og innsæi sem sýnir af sér umhyggju og sjálfstæða hugsun. Það þarf einnig að fá almennilega fræðslu og þjálfun um helstu sjúkdóma og einkenni hjá öldruðum og heilabiluðum, hvers sé krafist af þeim og að þau séu ekki yfirkeyrð af vaktavinnu á svo stuttum tíma og lélegum launum að þau gefist upp eftir örfáar vikur. Það er nefnilega ekki gott fyrir umhverfi aldraðra og heilabilaðra að þurfa alltaf að vera að læra ný nöfn og sjá sjaldan kunnugleg andlit. Eins þarf starfsfólk að fá tíma til að kynnast og læra inn á hvern einstakling. Þetta er fólkið sem við treystum til þess að hugsa um foreldra okkar, afa og ömmur, frænkur og frændur. Það er alveg jafnmikilvægt að hlúa vel að þeim hópi og börnum, eini munurinn á þeim er sá að aldraðir og heilabilaðir geta ekki látið heyra í sér síðar meir, þau geta ekki afhjúpað slæma meðferð eftir nokkra áratugi með tilheyrandi fjölmiðlafári og munu ekki krefjast sanngirnisbóta. En þau hafa stritað og borgað skatta og gjöld öll sín fullorðinsár, þau treystu því alla ævi að velferðarsamfélagið á Íslandi myndi sinna þeim almennilega á efri árum og að þau fengju mannúðlega umönnun ef að heilsan bilaði. Þau treystu því að þeim yrði sýnd virðing um leið og þeim yrði þakkað fyrir framlag sitt til samfélagsins, að við sem yngri erum myndum gæta að hag þeirra þegar þau yrðu ófær um það sjálf, að við hin myndum ljá þeim rödd þegar þeirra rödd brysti. Hér er mín rödd, er ég að hrópa úti í auðninni? Heyrir einhver? Getum við virkilega ekki gert betur? Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir heilabilaðrar konu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu síðan var ill meðferð á börnum á vöggustofum uppúr miðri síðustu öld afhjúpuð í fjölmiðlum og, eðlilega, krafist rannsóknar og yfirbóta. Þar áður voru það barnaheimilismálin alræmdu og þá hefur þjóðin stundum verið á innsoginu yfir fréttum af sláandi atvikum í skólum og leikskólum landsins, enda krefjumst við þess sem velferðarþjóð að vel sé komið fram við, og hugsað um börnin okkar því þau geta ekki varið sig eða séð um sig sjálf. En hvað myndi fólk segja ef það frétti af því að nú, árið 2022, væru börn á stofnunum látin liggja í rúmi í allt upp í klukkutíma áður en þeim er hjálpað á salerni eða klædd í föt? Eða að börn mæti ítrekað í skólann í óhreinum fötum, gangi jafnvel í sömu fötunum í marga daga, ótannburstuð og ógreidd, með tilheyrandi líkamslykt? Hvað finnst ykkur um að barn sem á erfitt með hreyfingar sé látið afskipt á matartímum, hipsum haps hvort maturinn er bitaður niður eða barninu hjálpað við að lyfta gaffli eða skeið, og borði því aldrei nægju sína? Hvað með börnin sem eru látin sitja á óþægilegum stól við matarborðið upp í tvo tíma eftir að borðið er hreinsað, vegna þess að þau komast ekki sjálf frá borðinu? Jafnvel látin dotta þar í dágóða stund, meðan starfsfólkið situr skammt frá á spjalli eða í símunum sínum? Hafið þið heyrt af börnum sem fá ekki nægilega mikinn vökva og eru því alltaf með þurra, flagnandi húð með tilheyrandi kláða,eða bjúg og almennt slen? Og vissuð þið að ef stofnunin sem hýsir börnin ákveður að skipta um lyf eða aðra meðferð hjá barninu, lætur hún nánustu aðstandendur ekki nærri alltaf vita, og að starfsfólk kynnir sér ekki endilega sjúkrasögu viðkomandi barns og getur því ekki aðlagað umönnun sína að því? Þannig veit ég um barn sem rifbeinsbrotnaði í umsjá stofnunarinnar, en þremur dögum síðar var drifið í sturtu af starfsmanni sem hafði ekki hugmynd um það, sýndi enga aðgætni og ómálga barnið gat ekki látið vita þegar það kenndi til. Eruð þið ekki orðin hneyksluð? Alveg á innsoginu? Fingurnir titrandi því þið ætlið að henda í einn kjarnyrtan Facebook status og deila þessari grein með frösum eins og „SKYLDULESNING“ eða „HEYR HEYR“? Breytir það einhverju þótt ég hafi ekki verið að segja aaaalveg satt, þar sem ekki er um börn að ræða heldur gamalt fólk? Að öðru leyti er allt hér að ofantöldu dagsatt, og fleiri sláandi sögur til, ég læt bara duga það sem snýr að móður minni sem er bæði öldruð og með heilabilun. Hún fékk pláss á einu fínasta hjúkrunarheimili landsins þar sem húsakynnin eru hin glæsilegustu og aðstaðan til fyrirmyndar en eitthvað vantar upp á gæðaeftirlitið í starfinu sjálfu. Þar er bæði undirmannað og mikið róterí á almennu starfsfólki og þau sem eru ráðin virðast ekki fá mikla þjálfun og sum virðast ekki hafa til að bera það sem þarf til að starfa við umönnun. Það liggur nefnilega ekki vel fyrir öllum og því mikilvægt í ráðningarferlinu að sía inn gott fólk með þroska og innsæi sem sýnir af sér umhyggju og sjálfstæða hugsun. Það þarf einnig að fá almennilega fræðslu og þjálfun um helstu sjúkdóma og einkenni hjá öldruðum og heilabiluðum, hvers sé krafist af þeim og að þau séu ekki yfirkeyrð af vaktavinnu á svo stuttum tíma og lélegum launum að þau gefist upp eftir örfáar vikur. Það er nefnilega ekki gott fyrir umhverfi aldraðra og heilabilaðra að þurfa alltaf að vera að læra ný nöfn og sjá sjaldan kunnugleg andlit. Eins þarf starfsfólk að fá tíma til að kynnast og læra inn á hvern einstakling. Þetta er fólkið sem við treystum til þess að hugsa um foreldra okkar, afa og ömmur, frænkur og frændur. Það er alveg jafnmikilvægt að hlúa vel að þeim hópi og börnum, eini munurinn á þeim er sá að aldraðir og heilabilaðir geta ekki látið heyra í sér síðar meir, þau geta ekki afhjúpað slæma meðferð eftir nokkra áratugi með tilheyrandi fjölmiðlafári og munu ekki krefjast sanngirnisbóta. En þau hafa stritað og borgað skatta og gjöld öll sín fullorðinsár, þau treystu því alla ævi að velferðarsamfélagið á Íslandi myndi sinna þeim almennilega á efri árum og að þau fengju mannúðlega umönnun ef að heilsan bilaði. Þau treystu því að þeim yrði sýnd virðing um leið og þeim yrði þakkað fyrir framlag sitt til samfélagsins, að við sem yngri erum myndum gæta að hag þeirra þegar þau yrðu ófær um það sjálf, að við hin myndum ljá þeim rödd þegar þeirra rödd brysti. Hér er mín rödd, er ég að hrópa úti í auðninni? Heyrir einhver? Getum við virkilega ekki gert betur? Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir heilabilaðrar konu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun