Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2022 20:31 Gunna Sigga er algjör snillingur að setja saman brauðtertur, hér er hún með eina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn. Gunna Sigga (Guðrún Sigríður Matthíasdóttir)eins og hún er alltaf kölluð á Ísafirði er mikill snillingur þegar kemur að bakstri, matargerð og öllu öðru, sem tilheyrir slíkum eldhússtörfum. Hún sá nýlega auglýst Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð í verslun Ormsson í Reykjavík í tilefni 100 ára afmæli verslunarinnar. Hún brunaði suður, kom við hjá systur sinni og græjaði brauðtertuna og fór með hana í keppnina. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún tilkynningu um að hún hafi unnið. Ástæðan var sú að brauðtertan hennar var svo bragðgóð, falleg og ekki ofhlaðin. Falleg brauðterta frá Gunnu Siggu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var rækjuterta og hún var mjög vestfirsk tertan. Hún var með salatblöðum, sem voru ræktuð í Önundarfirði, sítrónurnar voru líka ræktaðar í Önundarfirði, rækjan var frá Kampa á Ísafirði og ýmislegt annað, sem ég notaði var allt héðan,“ segir Gunna Sigga. En hvernig er að vera Íslandsmeistari í brauðtertugerð? „Þetta er rosalega gaman, þetta er öðruvísi, það er gott að það séu til fleiri Íslandsmeistarakeppnir heldur en bara íþróttir.“ Ertu ekki stolt af þessum titli? „Jú, ég er það, það verð ég að viðurkenna og margir aðrir eru stoltir af mér að hafa gert þetta,“ segir Gunna Sigga. Gunna Sigga segist fá mikið af pöntunum af allskonar brauðtertum en eftir að hún varð Íslandsmeistari þá hefur síminn ekki stoppað og alls staðar þar sem hún kemur þá er umræðuefnið brauðtertur. Gunna Sigga fékk 100.000 króna gjafabréf frá Ormsson eftir að hún vann keppnina.Aðsend Ísafjarðarbær Brauðtertur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Gunna Sigga (Guðrún Sigríður Matthíasdóttir)eins og hún er alltaf kölluð á Ísafirði er mikill snillingur þegar kemur að bakstri, matargerð og öllu öðru, sem tilheyrir slíkum eldhússtörfum. Hún sá nýlega auglýst Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð í verslun Ormsson í Reykjavík í tilefni 100 ára afmæli verslunarinnar. Hún brunaði suður, kom við hjá systur sinni og græjaði brauðtertuna og fór með hana í keppnina. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún tilkynningu um að hún hafi unnið. Ástæðan var sú að brauðtertan hennar var svo bragðgóð, falleg og ekki ofhlaðin. Falleg brauðterta frá Gunnu Siggu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var rækjuterta og hún var mjög vestfirsk tertan. Hún var með salatblöðum, sem voru ræktuð í Önundarfirði, sítrónurnar voru líka ræktaðar í Önundarfirði, rækjan var frá Kampa á Ísafirði og ýmislegt annað, sem ég notaði var allt héðan,“ segir Gunna Sigga. En hvernig er að vera Íslandsmeistari í brauðtertugerð? „Þetta er rosalega gaman, þetta er öðruvísi, það er gott að það séu til fleiri Íslandsmeistarakeppnir heldur en bara íþróttir.“ Ertu ekki stolt af þessum titli? „Jú, ég er það, það verð ég að viðurkenna og margir aðrir eru stoltir af mér að hafa gert þetta,“ segir Gunna Sigga. Gunna Sigga segist fá mikið af pöntunum af allskonar brauðtertum en eftir að hún varð Íslandsmeistari þá hefur síminn ekki stoppað og alls staðar þar sem hún kemur þá er umræðuefnið brauðtertur. Gunna Sigga fékk 100.000 króna gjafabréf frá Ormsson eftir að hún vann keppnina.Aðsend
Ísafjarðarbær Brauðtertur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira