Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2022 20:31 Gunna Sigga er algjör snillingur að setja saman brauðtertur, hér er hún með eina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn. Gunna Sigga (Guðrún Sigríður Matthíasdóttir)eins og hún er alltaf kölluð á Ísafirði er mikill snillingur þegar kemur að bakstri, matargerð og öllu öðru, sem tilheyrir slíkum eldhússtörfum. Hún sá nýlega auglýst Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð í verslun Ormsson í Reykjavík í tilefni 100 ára afmæli verslunarinnar. Hún brunaði suður, kom við hjá systur sinni og græjaði brauðtertuna og fór með hana í keppnina. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún tilkynningu um að hún hafi unnið. Ástæðan var sú að brauðtertan hennar var svo bragðgóð, falleg og ekki ofhlaðin. Falleg brauðterta frá Gunnu Siggu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var rækjuterta og hún var mjög vestfirsk tertan. Hún var með salatblöðum, sem voru ræktuð í Önundarfirði, sítrónurnar voru líka ræktaðar í Önundarfirði, rækjan var frá Kampa á Ísafirði og ýmislegt annað, sem ég notaði var allt héðan,“ segir Gunna Sigga. En hvernig er að vera Íslandsmeistari í brauðtertugerð? „Þetta er rosalega gaman, þetta er öðruvísi, það er gott að það séu til fleiri Íslandsmeistarakeppnir heldur en bara íþróttir.“ Ertu ekki stolt af þessum titli? „Jú, ég er það, það verð ég að viðurkenna og margir aðrir eru stoltir af mér að hafa gert þetta,“ segir Gunna Sigga. Gunna Sigga segist fá mikið af pöntunum af allskonar brauðtertum en eftir að hún varð Íslandsmeistari þá hefur síminn ekki stoppað og alls staðar þar sem hún kemur þá er umræðuefnið brauðtertur. Gunna Sigga fékk 100.000 króna gjafabréf frá Ormsson eftir að hún vann keppnina.Aðsend Ísafjarðarbær Brauðtertur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Gunna Sigga (Guðrún Sigríður Matthíasdóttir)eins og hún er alltaf kölluð á Ísafirði er mikill snillingur þegar kemur að bakstri, matargerð og öllu öðru, sem tilheyrir slíkum eldhússtörfum. Hún sá nýlega auglýst Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð í verslun Ormsson í Reykjavík í tilefni 100 ára afmæli verslunarinnar. Hún brunaði suður, kom við hjá systur sinni og græjaði brauðtertuna og fór með hana í keppnina. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún tilkynningu um að hún hafi unnið. Ástæðan var sú að brauðtertan hennar var svo bragðgóð, falleg og ekki ofhlaðin. Falleg brauðterta frá Gunnu Siggu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var rækjuterta og hún var mjög vestfirsk tertan. Hún var með salatblöðum, sem voru ræktuð í Önundarfirði, sítrónurnar voru líka ræktaðar í Önundarfirði, rækjan var frá Kampa á Ísafirði og ýmislegt annað, sem ég notaði var allt héðan,“ segir Gunna Sigga. En hvernig er að vera Íslandsmeistari í brauðtertugerð? „Þetta er rosalega gaman, þetta er öðruvísi, það er gott að það séu til fleiri Íslandsmeistarakeppnir heldur en bara íþróttir.“ Ertu ekki stolt af þessum titli? „Jú, ég er það, það verð ég að viðurkenna og margir aðrir eru stoltir af mér að hafa gert þetta,“ segir Gunna Sigga. Gunna Sigga segist fá mikið af pöntunum af allskonar brauðtertum en eftir að hún varð Íslandsmeistari þá hefur síminn ekki stoppað og alls staðar þar sem hún kemur þá er umræðuefnið brauðtertur. Gunna Sigga fékk 100.000 króna gjafabréf frá Ormsson eftir að hún vann keppnina.Aðsend
Ísafjarðarbær Brauðtertur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira