Braut ákærusvið lögreglustjóra lög? Viðar Hjartarson skrifar 3. október 2022 18:00 Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir.
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun