Harmar viðbrögð sonarins og fjölskyldu hans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. október 2022 16:56 Margrét Þórhildur fagnaði fimmtíu árum sem Danadrottning í síðasta mánuði. EPA/Mads Claus Rasmussen Margrét Þórhildur Danadrottning segist harma viðbrögð sonar síns, Jóakim prins, við ákvörðun hennar að svipta börn hans konungslegum titlum. Það hafi þó verið löngu kominn tími til að endurskoða hverjir beri titlana og þær skyldur sem þeim fylgja. Hún bindur vonir við að fjölskyldan fái frið til að vinna úr sínum málum. Frá og með fyrsta janúar 2023 munu börn Jóakims prins ekki bera titlana prins og prinsessur en Alexandra, fyrrverandi eiginkona Jóakims, sagði í síðustu viku fjölskylduna alla hneykslaða vegna þessa. Ákvörðunin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og börnunum hafi fundist þau útskúfuð. Börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, halda sínum titlum sem prinsar og prinsessur en börn Jóakims munu geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpeza. Jóakim Prins og Marie prinsessa eiga tvö börn saman en Jóakim á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju.EPA/Mads Claus Rasmussen Í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Margrétar Þórhildar Danadrottningar í dag segir hún ákvörðunina hafa verið lengi á leiðinni. Með fimmtíu ára reynslu sem drottning taldi hún nauðsynlegt að bæði líta til fortíðar og horfa fram á við. „Það er mín skylda og ósk sem drottning að tryggja að konungsveldið haldi áfram að þróast í takt við tímann. Það kallar stundum á erfiðar ákvarðanir og það verður alltaf erfitt að finna réttu stundina,“ segir drottningin í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Að hennar sögn fylgja miklar skuldbindingar og fjöldi verkefna því að bera konungslegan titil en í framtíðinni myndu þær skyldur falla á færri fjölskyldumeðlimi konungsfjölskyldunnar. Um hafi verið að ræða ákvörðun sem hún taldi nauðsynlega til að tryggja framtíð konungsveldisins og ákvörðun sem hún vildi taka á eigin tíma. „Ég hef tekið mína ákvörðun sem drottning, móðir og amma, en ég hef sem móðir og amma vanmetið hversu mikil áhrif hún hefur haft á yngsta son minn og hans fjölskyldu. Hún hefur mikil áhrif og það hryggir mig,“ segir drottningin. Hún ítrekar þó að hún sé gríðarlega stolt af fjölskyldu sinni og blæs þar með á orðróma að það andi köldu milli hennar og yngri sonar hennar. Hún kveðst nú vona að fjölskyldan fái frið til að vinna í sínum málum. Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Frá og með fyrsta janúar 2023 munu börn Jóakims prins ekki bera titlana prins og prinsessur en Alexandra, fyrrverandi eiginkona Jóakims, sagði í síðustu viku fjölskylduna alla hneykslaða vegna þessa. Ákvörðunin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og börnunum hafi fundist þau útskúfuð. Börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, halda sínum titlum sem prinsar og prinsessur en börn Jóakims munu geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpeza. Jóakim Prins og Marie prinsessa eiga tvö börn saman en Jóakim á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju.EPA/Mads Claus Rasmussen Í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Margrétar Þórhildar Danadrottningar í dag segir hún ákvörðunina hafa verið lengi á leiðinni. Með fimmtíu ára reynslu sem drottning taldi hún nauðsynlegt að bæði líta til fortíðar og horfa fram á við. „Það er mín skylda og ósk sem drottning að tryggja að konungsveldið haldi áfram að þróast í takt við tímann. Það kallar stundum á erfiðar ákvarðanir og það verður alltaf erfitt að finna réttu stundina,“ segir drottningin í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Að hennar sögn fylgja miklar skuldbindingar og fjöldi verkefna því að bera konungslegan titil en í framtíðinni myndu þær skyldur falla á færri fjölskyldumeðlimi konungsfjölskyldunnar. Um hafi verið að ræða ákvörðun sem hún taldi nauðsynlega til að tryggja framtíð konungsveldisins og ákvörðun sem hún vildi taka á eigin tíma. „Ég hef tekið mína ákvörðun sem drottning, móðir og amma, en ég hef sem móðir og amma vanmetið hversu mikil áhrif hún hefur haft á yngsta son minn og hans fjölskyldu. Hún hefur mikil áhrif og það hryggir mig,“ segir drottningin. Hún ítrekar þó að hún sé gríðarlega stolt af fjölskyldu sinni og blæs þar með á orðróma að það andi köldu milli hennar og yngri sonar hennar. Hún kveðst nú vona að fjölskyldan fái frið til að vinna í sínum málum.
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09