Sjáðu sjálfsmark KR, dönsku skærin og vonbrigði ÍA: „Þú stendur ofan í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 09:00 Rauða spjaldið fór á loft í Reykjanesbæ í gær þar sem ÍA færðist nær falli niður í Lengjudeildina. Stöð 2 Sport Fyrsta úrslitakeppnin í sögu efstu deildar karla í fótbolta fór af stað í gær með einum leik í efri hluta og tveimur í neðri hluta. Ellefu mörk voru skoruð og rauða spjaldið fór tvisvar á loft, eins og sjá má í myndböndum hér á Vísi. KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn. Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
KA svo gott sem tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þegar liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn KR, með sjálfsmarki Pontus Lindgren. Úr því að Víkingur varð bikarmeistari um helgina dugar KA 3. sæti til að komast í Evrópukeppni, og er liðið núna fjórtán stigum á undan Val sem er í 4. sæti. KA er auk þess aðeins fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í kvöld. Klippa: Sigurmark KA gegn KR Keflavík og Fram alveg laus við fallhættu Segja má að Keflavík hafi rekið nagla í kistu Skagamanna, þó ekki þann síðasta, með 3-2 sigri í afar fjörugum leik liðanna. Árni Salvar Heimisson kom ÍA yfir en Kian Williams og Patrik Johannesen, sem skoraði úr víti, komu Keflavík yfir fyrir hálfleik. Johannes Vall jafnaði fyrir ÍA en Joey Gibbs skoraði sigurmark Keflavíkur með alvöru neglu, beint úr aukaspyrnu. Í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson úr ÍA svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir tæklingu, og var afar óánægður með dóminn. „Þú stendur ofan í þessu maður,“ kallaði Oliver að fjórða dómara leiksins svo heyra mátti í myndbandinu. Klippa: Mörk og rautt í leik Keflavíkur og ÍA Eins og vanalega var svo mikið skorað í Grafarholti þar sem Fram vann 3-2 sigur gegn Leikni. Mikkel Dahl kom Leikni reyndar yfir en Delphin Tshiembe jafnaði fljótt metin. Í seinni hálfleik skoraði Daninn Jannik Pohl svo tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið snyrtilega á Viktor Frey Sigurðsson í marki Leiknis en hið seinna eftir góða fyrirgjöf frá Fred. Undir lokin fékk Óskar Jónsson í liði Fram rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður og Emil Berger skoraði úr vítinu sem einnig var dæmt. Það var þó of seint fyrir Leikni sem enn á ný tapaði fyrir Fram á leiktíðinni. Klippa: Mörk Fram og Leiknis Staðan í neðri hlutanum er því þannig að Keflavík og Fram hafa slitið sig algjörlega frá hættunni á því að falla. ÍBV og Leiknir eru með 20 stig, FH 19 og ÍA 15, en ÍBV og FH mætast í Eyjum á miðvikudaginn.
Besta deild karla KR ÍA KA Keflavík ÍF Fram Leiknir Reykjavík Fótbolti Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira