Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 18:00 Úkraínskur hermaður skoðar leikskóla í Izyum þar sem Rússar héldu föngum og pyntuðu fólk. AP/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira