„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2022 07:00 Arnrún segir mikla óreiðu á leikskólanum sem geri starfið mun erfiðara. Ekki síst þegar verið er að taka á móti nýjum hópum nemenda. Arnrún María Magnúsdóttir Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar." Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar."
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira