Afhjúpuðu enn meiri hrylling Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2022 19:37 Hryllingurinn í Karkív 25. september hefur nú komið betur í ljós. Úkraínumenn náðu í dag lykilborg í austurhluta landsins aftur á sitt vald, eftir að Rússar innlimuðu svæðið ólöglega í gær. Sigurinn þykir högg fyrir Rússa. Mun fleiri féllu í hryllilegri árás Rússa á almenna borgara um síðustu helgi en talið var. „Fyrsti október. Við flöggum þjóðfána okkar á landsvæði okkar í Lyman. Allt landið verður Úkraína,“ sagði ónefndur hermaður þegar hann festi úkraínskan fána á skilti í útjaðri borgarinnar Lyman í dag. Um 5.500 rússneskir hermenn eru sagðir hafa hrakist brott úr borginni við sigur Úkraínumanna í dag. Rússar segjast standa keikir en viðurkenna ósigur. „Mannfall varð í okkar röðum. Óvinurinn hafði mikla yfirburði í mannafla og búnaði. Þeir sendu inn varalið og héldu sókninni áfram í átt til okkar. Mikil hætta var á að herinn yrði umkringdur og við drógum því her okkar til baka frá Krasny Lyman og komum honum fyrir á betri stað,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í dag. Allt á sér þetta stað daginn eftir að Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Lyman er norðarlega í einu þeirra, Donetsk - og er borgin því sú fyrsta sem Úkraínumenn ná aftur á vald sitt eftir íburðarmikla athöfn Pútíns Rússlandsforseta í gær. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi innlimunina í daglegu ávarpi í gærkvöldi. „Enn annar skrípaleikur fór fram í Moskvu í dag. Einhverju var fagnað þar. Þau kyrjuðu einhver lög. Þau sungu á torginu. Þau töluðu um Saporisjía. Við minnumst að eilífu allra þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásum Rússa.“ Selenskí vísaði þar til mannskæðrar árásar Rússa í Saporisja í gær. Breska varnarmálaráðuneytið benti einmitt á það í dag að Rússar væru þar með að drepa almenna borgara sem þeir teldu til eigin þegna. Nýjar upplýsingar um annað voðaverk Rússa voru svo birtar í dag. 24, þar af þrettán börn og þunguð kona, eru sagðir hafa fallið í árás Rússa á bílalest almennra borgara í Karkív síðasta sunnudag, mun fleiri en áður var talið. Nýjar myndir af vettvangi bera hryllinginn skýrt með sér. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
„Fyrsti október. Við flöggum þjóðfána okkar á landsvæði okkar í Lyman. Allt landið verður Úkraína,“ sagði ónefndur hermaður þegar hann festi úkraínskan fána á skilti í útjaðri borgarinnar Lyman í dag. Um 5.500 rússneskir hermenn eru sagðir hafa hrakist brott úr borginni við sigur Úkraínumanna í dag. Rússar segjast standa keikir en viðurkenna ósigur. „Mannfall varð í okkar röðum. Óvinurinn hafði mikla yfirburði í mannafla og búnaði. Þeir sendu inn varalið og héldu sókninni áfram í átt til okkar. Mikil hætta var á að herinn yrði umkringdur og við drógum því her okkar til baka frá Krasny Lyman og komum honum fyrir á betri stað,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í dag. Allt á sér þetta stað daginn eftir að Rússar lýstu yfir ólöglegri innlimun fjögurra úkraínskra héraða. Lyman er norðarlega í einu þeirra, Donetsk - og er borgin því sú fyrsta sem Úkraínumenn ná aftur á vald sitt eftir íburðarmikla athöfn Pútíns Rússlandsforseta í gær. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi innlimunina í daglegu ávarpi í gærkvöldi. „Enn annar skrípaleikur fór fram í Moskvu í dag. Einhverju var fagnað þar. Þau kyrjuðu einhver lög. Þau sungu á torginu. Þau töluðu um Saporisjía. Við minnumst að eilífu allra þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásum Rússa.“ Selenskí vísaði þar til mannskæðrar árásar Rússa í Saporisja í gær. Breska varnarmálaráðuneytið benti einmitt á það í dag að Rússar væru þar með að drepa almenna borgara sem þeir teldu til eigin þegna. Nýjar upplýsingar um annað voðaverk Rússa voru svo birtar í dag. 24, þar af þrettán börn og þunguð kona, eru sagðir hafa fallið í árás Rússa á bílalest almennra borgara í Karkív síðasta sunnudag, mun fleiri en áður var talið. Nýjar myndir af vettvangi bera hryllinginn skýrt með sér.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23 Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21 „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Kadyrov kallar eftir herlögum og notkun kjarnorkuvopna Ramsan Kadyrov, einræðisherra Téténíu, birti í dag langan pistil þar sem hann gagnrýnir leiðtoga rússneska hersins harðlega vegna undanhaldsins frá Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Meðal annars kallar hann eftir því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, setji á herlög á landamærasvæði Rússlands við Úkraínu og beiti kjarnorkuvopnum gegn Úkraínumönnum. 1. október 2022 15:23
Putin segir Vesturlönd sækja að Rússum með skemmdarverkum og úrkynjun Úkraína hefur óskað eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu með hraði eftir að Rússlandsforseti setti á svið innlimun fjögurra héraða í landinu með athöfn í Kreml í dag. Utanríkisráðherra segir ekkert mark takandi á svo kölluðum kosningum í þessum héruðum þar sem varla fannst maður á móti innlimuninni. 30. september 2022 19:21
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09