Klopp: „Við verðum að gera betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 16:51 Jürgen Klopp segir að sínir menn verði að gera betur. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum. „Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
„Þessi leikur sagði nokkrar sögur. Það er sagan af því hvernig við fengum á okkur tvö mörk snemma leiks, sagan af því hvernig við snérum því við og sagan af því hvernig við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Brighton er með mjög gott fótboltalið og þetta er alvöru lið. Þeir voru með aðeins öðruvísi uppstillingu en við áttum von á og það kom okkur aðeins á óvart. Við vorum komnir 2-0 undir þegar við náðum loksins að aðlagast því. Við skoruðum okkar mörk úr skyndisóknum og við hefðum getað unnið, en áttum við það skilið? Ég held ekki. Brighton átti skilið að fá eitthvað úr þessum leik.“ Eftir erfiða byrjun á tímabilinu taldi Þjóðverjinn að sínir menn væru við það að snúa genginu við. Hann segir þó að úrslitin í dag geti haft mjög slæm áhrif á sjálfstraust liðsins. „Allir þessir góðu hlutir sem við gerðum í þessari viku. En sjálfstraust er eins og lítið blóm og þegar einhver traðkar á því þá er það mjög erfitt. Við verðum að taka því. Auðvitað er þetta ekki nóg fyrir okkur, en þetta er það sem við fengum.“ Þá segir þjálfarinn að sínir menn þurfi að bregðast við þessum úrslitum og mæta klárir í næsta leik. Hann segist einnig gera sér grein fyrir því að stigasöfnun liðsins í upphafi móts hafi ekki verið góð og að liðið þurfi að bæta úr því. „Ég talaði við strákana á svipaðan hátt og ég tala við þig núna. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það en við þurfum að bregðast við þessu. Fyrsta markið hafði mikil áhrif á bæði lið. Þeir voru á flugi, en við ekki og þeir nýttu það til að skora annað markið.“ „Við hefðum getað varist mun betur. Svona er fótboltinn og við verðum að sætta okkur við það. Á degi sem þessum þar sem leikurinn byrjar svona arftu að berjast í gegnum leikinn. Auðvitað væri gott að geta unnið svona leiki. Við eigum alltaf í vandræðum með Brighton sem er með mjög gott lið, en við verðum að gera betur.“ „Ég veit að við erum bara með tíu stig. Þannig er staðan núna. Ég ætla ekkert að fela mig frá því. Við verðum að vinna saman og byggja okkur upp á ný,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1. október 2022 16:05