Enski boltinn

Newcastle fór illa með tíu leikmenn Fulham

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Migi Almiron var öflugur í dag.
Migi Almiron var öflugur í dag. vísir/Getty

Newcastle United gerði góða ferð í höfuðborgina þegar liðið heimsótti nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nathaniel Chalobah, miðjumaður Fulham, fékk að líta rauða spjaldið strax á 8.mínútu og er óhætt að segja að liðið hafi ekki leyst það verkefni vel að spila einum færri.

Newcastle gekk á lagið og áður en fyrri hálfleikur var allur var staðan orðin 0-3 fyrir gestunum með mörkum Callum Wilson, Migi Almiron og Sean Longstaff.

0-3 varð 0-4 snemma í síðari hálfleik en Bobby Reid, landsliðsmaður Jamaíka, skoraði sárabótamark fyrir heimamenn undir lok leiks og lokastaða því 1-4.

Á sama vann Everton endurkomusigur á Southampton á útivelli en Joe Aribo kom Southampton yfir snemma í síðari hálfleik. Conor Coady og Dwight McNeil svöruðu fyrir gestina og tryggðu 1-2 sigur Everton.

Þá gerðu Bournemouth og Brentford markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×