Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 11:26 Vilhjálmur hefur varið fjölmarga sem sætt hafa stífu eftirliti lögregluyfirvalda. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni líst ekkert á frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. Í morgun birtist harðorð skoðanagrein eftir Vilhjálm hér á Vísi. Í samtali við Vísi segir hann mikilvægt að ekki verði brugðið frá núgildandi fyrirkomulagi þar sem lögregla þarf að fá heimild dómstóla, byggða á rökstuddum grun um afbrot, til þess að fylgjast með mönnum. Aðkoma dómstóla og lögmanns sem gætir hagsmuna þess sem á að fylgjast með tryggi að ferlið sé gagnsætt. „Miðað við þessa breytingu sem fyrir liggur og það frumvarp sem dómsmálaráðherra boðar, þá er þessu virka eftirliti dómstóla kippt út og það þarf ekki lengur neinn rökstuddan grun. Þannig að þetta er þá eingöngu háð geðþóttaákvörðun lögreglunnar hver er tekinn til rannsóknar og hvaða úrræðum viðkomandi þarf að sæta,“ segir Vilhjálmur. Tímasetningin engin tilviljun Vilhjálmur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar dómsmálaráðherra að tímasetning framlagningar frumvarpsins tengist rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka ekki neitt. Það sé gömul saga og ný að dómsmálaráðherra reyni að nýta sé ótta í samfélaginu til þess að keyra í gegn frumvörp um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Þetta hefur yfirleitt verið gert með þessum hætti. Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þenna hlut, hefur komið upp, þá hefur lögreglan hrópað úlfur úlfur og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við. Hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ segir hann. Lögreglunni sé ekki treystandi Vilhjálmur segir að lögreglan hafi ekkert að gera með rýmri rannsóknarheimildir fyrr en hún lærir að fara með þær sem hún hefur nú þegar. „Ég vil leggja áherslu á það að lögreglan hefur, að mínu mati, ekki farið neitt sérstaklega vel með þær valdheimildir sem hún er með í dag. Ég tel mikilvægt að lögregla læri að fara með þær heimildir áður en henni eru veittar frekari heimildir. Þetta er algjört grundvallaratriði,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14