Bleika slaufan – Sýnið lit! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 1. október 2022 07:01 Þegar haustlitirnir með bleikum tónum leggjast yfir landið er Bleika slaufan skammt undan. Í rúm 20 ár hefur hlýja, kærleikur og samstaða fylgt Bleiku slaufunni sem smellpassar við árstíðina. Í árslok ársins 2020 voru hér á landi 9.056 konur á lífi sem einhvern tíma hafa fengið krabbamein. Þeim hafði fjölgað um 110% frá aldamótum, árið 2000 voru þær 4.297. Að meðaltali greinist nú 871 kona með krabbamein á ári en um aldamótin voru þær 538. Það jafngildir 61% aukningu. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins beinum við sjónum að þessum konum. Fimm ára lífshorfur kvenna sem fá krabbamein batna stöðugt og eru með því besta sem gerist. Að batahorfur aukist er auðvitað stórkostlegt. Ekki má hins vegar gleyma þeim fjölda kvenna sem við missum á hverju ári. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð ákveðinna krabbameina, til dæmis brjóstakrabbameina og að lífshorfur hafi gjörbreyst eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla og leiða fólk alltof oft hratt til dauða. Margar þeirra kvenna sem hafa fengið krabbamein búa við skert lífsgæði, vegna langvarandi aukaverkana eða fylgikvilla. Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur leggur Bleiku slaufunni lið í ár og gefur okkur innsýn í sína reynslu af að hafa tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ljóðin hennar eru einstök og þar er að finna flestar tilfinningar, gleði, sorg og von oft með kaldhæðnum undirtóni. Krabbameinsfélagið endurútgefur nú ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst. Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 10 krabbameinum tengjast lífsstíl og er því hægt að fyrirbyggja. Það er hins vegar auðveldar sagt en gert og gerist ekki af sjálfu sér. Krabbameinsforvarnir eru fyrst og fremst samfélagslegt mál og til þess að árangur náist þurfa ótal aðilar að vinna saman. Með samstilltu átaki stjórnvalda, Krabbameinsfélagsins og fleiri aðila hefur næstum tekist að útrýma tóbaksreykingum. Árangurinn sést meðal annars í því að frá árinu 2015 hefur nýgengi lungnakrabbameins hjá konum lækkað umtalsvert. Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna. Þau líf gætu verið enn fleiri ef fleiri konur nýttu boð í skimanir. Sérstök áhersla er núna til að hvetja konur til að nýta boð í skimanir. Eftir mikið átak Krabbameinsfélagsins til að auka mætingu kvenna á árunum 2018 og 2019, sem skilaði miklum árangri dró verulega úr mætingu kvenna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid og flutnings skimananna frá félaginu til opinberra stofnana. Nú horfir sem betur fer til betri vegar en betur má ef duga skal. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að flýta því að taka upp nútímalegt kerfi við boð kvenna í skimanir, það myndi örugglega auka þátttökuna. Annað mikilvægt atriði er að krabbameinsskimanir verði gjaldfrjálsar. Misræmi er í að leghálsskimanir kosta 500 krónur hjá Heilsugæslu en fullt gjald fyrir brjóstaskimun er rúmar 5.000 krónur. Konurnar í landinu hvetjum við eindregið til að panta tíma í skimun þegar þær fá boð. Skimun tekur stuttan tíma og þeim mínútum er sannarlega vel varið. Nauðsynlegt er að þó að nefna að reglubundin þátttaka í skimun veitir ekki tryggingu gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir Bleiku slaufunni frá árinu 2000. Með kaupum á slaufunni og fjölbreyttum stuðningi í rúm 20 ár hefur almenningur og fyrirtæki í landinu gert félaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið heldur ótrautt áfram í sínu starfi – kaupið Bleiku slaufuna og sýnið þannig lit. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar haustlitirnir með bleikum tónum leggjast yfir landið er Bleika slaufan skammt undan. Í rúm 20 ár hefur hlýja, kærleikur og samstaða fylgt Bleiku slaufunni sem smellpassar við árstíðina. Í árslok ársins 2020 voru hér á landi 9.056 konur á lífi sem einhvern tíma hafa fengið krabbamein. Þeim hafði fjölgað um 110% frá aldamótum, árið 2000 voru þær 4.297. Að meðaltali greinist nú 871 kona með krabbamein á ári en um aldamótin voru þær 538. Það jafngildir 61% aukningu. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins beinum við sjónum að þessum konum. Fimm ára lífshorfur kvenna sem fá krabbamein batna stöðugt og eru með því besta sem gerist. Að batahorfur aukist er auðvitað stórkostlegt. Ekki má hins vegar gleyma þeim fjölda kvenna sem við missum á hverju ári. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð ákveðinna krabbameina, til dæmis brjóstakrabbameina og að lífshorfur hafi gjörbreyst eru krabbamein enn orsök flestra ótímabærra dauðsfalla og leiða fólk alltof oft hratt til dauða. Margar þeirra kvenna sem hafa fengið krabbamein búa við skert lífsgæði, vegna langvarandi aukaverkana eða fylgikvilla. Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari og rithöfundur leggur Bleiku slaufunni lið í ár og gefur okkur innsýn í sína reynslu af að hafa tvívegis fengið brjóstakrabbamein, fyrir 15 og 20 árum síðan. Ljóðin hennar eru einstök og þar er að finna flestar tilfinningar, gleði, sorg og von oft með kaldhæðnum undirtóni. Krabbameinsfélagið endurútgefur nú ljóðabók Ásdísar, Ódauðleg brjóst. Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að 4 af hverjum 10 krabbameinum tengjast lífsstíl og er því hægt að fyrirbyggja. Það er hins vegar auðveldar sagt en gert og gerist ekki af sjálfu sér. Krabbameinsforvarnir eru fyrst og fremst samfélagslegt mál og til þess að árangur náist þurfa ótal aðilar að vinna saman. Með samstilltu átaki stjórnvalda, Krabbameinsfélagsins og fleiri aðila hefur næstum tekist að útrýma tóbaksreykingum. Árangurinn sést meðal annars í því að frá árinu 2015 hefur nýgengi lungnakrabbameins hjá konum lækkað umtalsvert. Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að forvörnum gegn krabbameinum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabbamein. Krabbameinsfélagið hafði fyrir áratugum síðan frumkvæði að því að hefja skimanir fyrir krabbameinum hjá konum. Á hverju ári verða skimanirnar til þess að bjarga lífi fjölda kvenna. Þau líf gætu verið enn fleiri ef fleiri konur nýttu boð í skimanir. Sérstök áhersla er núna til að hvetja konur til að nýta boð í skimanir. Eftir mikið átak Krabbameinsfélagsins til að auka mætingu kvenna á árunum 2018 og 2019, sem skilaði miklum árangri dró verulega úr mætingu kvenna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid og flutnings skimananna frá félaginu til opinberra stofnana. Nú horfir sem betur fer til betri vegar en betur má ef duga skal. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að flýta því að taka upp nútímalegt kerfi við boð kvenna í skimanir, það myndi örugglega auka þátttökuna. Annað mikilvægt atriði er að krabbameinsskimanir verði gjaldfrjálsar. Misræmi er í að leghálsskimanir kosta 500 krónur hjá Heilsugæslu en fullt gjald fyrir brjóstaskimun er rúmar 5.000 krónur. Konurnar í landinu hvetjum við eindregið til að panta tíma í skimun þegar þær fá boð. Skimun tekur stuttan tíma og þeim mínútum er sannarlega vel varið. Nauðsynlegt er að þó að nefna að reglubundin þátttaka í skimun veitir ekki tryggingu gegn krabbameinum. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir Bleiku slaufunni frá árinu 2000. Með kaupum á slaufunni og fjölbreyttum stuðningi í rúm 20 ár hefur almenningur og fyrirtæki í landinu gert félaginu kleift að vinna að markmiðum sínum: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélagið heldur ótrautt áfram í sínu starfi – kaupið Bleiku slaufuna og sýnið þannig lit. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun