Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 12:01 Víkingur hefur tvívegis orðið bikarmeistari undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast