Háskólinn á Akureyri og heiðursdoktorsnafnbót dr. Ólafs Ragnars Grímssonar — Sterkt samstarf um málefni Norðurslóða Eyjólfur Guðmundsson skrifar 30. september 2022 09:00 Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Akureyri Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun