Þjóðaröryggisstefnan uppfærð eftir innrás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2022 19:20 Af hverju vill hún ekki herstöð á Íslandi, gæti forseti Alþingis Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verið að hugsa á þessu augnabliki sem ljósmyndari Vísis fangaði í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðaröryggisstefnu Íslands hafa sannað gildi sitt og væri í uppfærslu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Framlög til varnarmála hafi verið aukin á undanförnum árum og náið samstarf sé haft við bandalagsríki. Ekki hafi verið óskað eftir varanlegri herstöð á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur mikilvægt að efla varnir Íslands á öllum sviðum í samstarfi við NATO og Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf sérstaka umræðu um öryggis- og varnarmál á Alþingi í dag. Staðan hefði gjörbreyst eftir inrás Rússa í Úkraínu og tók forsætisráðherra undir þau sjónarmið. Formaðurinn sagði að efla þyrfti samstarfið við NATO og Bandaríkjamenn í tengslum við varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands á öllum sviðum. Rússar hafi kortlagt sæstrengina við landið og síðast í ágúst verið með herskip í íslenskri lögsögu. „Nú þegar Ísland er skilgreint sem óvinveitt ríki í augum þeirra og ekki síst í ljósi þess að spennan á Norðurslóðum fer vaxandi, þarf að fá það á hreint hvort fjarskiptaöryggi okkar og samskipti við umheiminn séu nægilega tryggð. Og nú hafa enn ríkari ástæður til þess skapast eftir skemmdirnar á Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasaltinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisstefnuna frá 2016 hafa reynst vel og almenn sátt ríkti um hana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samstöðu ríkja um þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt hefði verið árið 2016. Á grundvelli hennar og samstarfsins við NATO hefðu framlög til varnarmála verið aukin á síðasta kjörtímabili. Unnið væri að uppfærslu áætlunarinnar eftir innrás Rússa. „Það verkefni að tryggja varnir landsins snýst ekki aðeins um hefðbundna hernaðarlega ógn heldur líka um netöryggi, fjarskiptaöryggi og öryggi okkar mikilvægu innviða. Háttvirtur þingmaður nefnir hér hinar ógnvæglegu fréttir sem hafa borist af skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasaltinu. Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur sem nú steðjar að. Við höfum fylgst grannt með þessum atburðum, verið í samskiptum við okkar nágrannaríki um aðgerðir og viðbúnað og munum bregðast við í samræmi við þau gögn sem við fáum,” sagði forsætisráðherra. Hersveitir úr landher, flugher og flota NATO ríkja æfa reglulega á og við Ísland. Milljörðum króna hefur verið varið í viðhald og uppbyggingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Þorgerður spurði hvaða mat hefði verið lagt á kosti viðvarandi veru varnarliðs á Íslandi. Forsætisráðherra sagði það ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni. „Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ekki fengið kröfu um þaðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu NATO Keflavíkurflugvöllur Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar telur mikilvægt að efla varnir Íslands á öllum sviðum í samstarfi við NATO og Bandaríkin.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf sérstaka umræðu um öryggis- og varnarmál á Alþingi í dag. Staðan hefði gjörbreyst eftir inrás Rússa í Úkraínu og tók forsætisráðherra undir þau sjónarmið. Formaðurinn sagði að efla þyrfti samstarfið við NATO og Bandaríkjamenn í tengslum við varnarsamninginn og tryggja varnir Íslands á öllum sviðum. Rússar hafi kortlagt sæstrengina við landið og síðast í ágúst verið með herskip í íslenskri lögsögu. „Nú þegar Ísland er skilgreint sem óvinveitt ríki í augum þeirra og ekki síst í ljósi þess að spennan á Norðurslóðum fer vaxandi, þarf að fá það á hreint hvort fjarskiptaöryggi okkar og samskipti við umheiminn séu nægilega tryggð. Og nú hafa enn ríkari ástæður til þess skapast eftir skemmdirnar á Nord Stream gasleiðslunni í Eystrasaltinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þjóðaröryggisstefnuna frá 2016 hafa reynst vel og almenn sátt ríkti um hana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði samstöðu ríkja um þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt hefði verið árið 2016. Á grundvelli hennar og samstarfsins við NATO hefðu framlög til varnarmála verið aukin á síðasta kjörtímabili. Unnið væri að uppfærslu áætlunarinnar eftir innrás Rússa. „Það verkefni að tryggja varnir landsins snýst ekki aðeins um hefðbundna hernaðarlega ógn heldur líka um netöryggi, fjarskiptaöryggi og öryggi okkar mikilvægu innviða. Háttvirtur þingmaður nefnir hér hinar ógnvæglegu fréttir sem hafa borist af skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasaltinu. Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur sem nú steðjar að. Við höfum fylgst grannt með þessum atburðum, verið í samskiptum við okkar nágrannaríki um aðgerðir og viðbúnað og munum bregðast við í samræmi við þau gögn sem við fáum,” sagði forsætisráðherra. Hersveitir úr landher, flugher og flota NATO ríkja æfa reglulega á og við Ísland. Milljörðum króna hefur verið varið í viðhald og uppbyggingu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm Þorgerður spurði hvaða mat hefði verið lagt á kosti viðvarandi veru varnarliðs á Íslandi. Forsætisráðherra sagði það ekki forgangsmál hjá ríkisstjórninni. „Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og ekki fengið kröfu um þaðan,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu NATO Keflavíkurflugvöllur Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10