Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 14:04 Gervihnattamynd af gasi sem vellur upp úr Eystrasalti þar sem gat kom á Nord Stream-gasleiðslurnar á mánudag. AP/Planet Labs PBC Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54