Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 07:22 Óháð teymi þjóðkirkjunnar komst nýverið að þeirri niðurstöðu að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall, hafi gerst uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Sex konur innan Digranes- og Hjallaprestakalls sökuðu séra Gunnar um kynferðislega áreitni í fyrra en óháð teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að af þeim 48 atvikum sem þau hefðu til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Að mati teymis þjóðkirkjunnar varð Gunnar tvisvar uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum og í þremur tilvikum varð hann uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Hann var áminntur af biskup í kjölfarið og lét af störfum en Valgerður Snæland Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, greinir frá því í samtali við Fréttablaðið í dag að sóknarnefnd kirkjunnar vilji fá hann til starfa aftur. Mikið uppbyggingarstarf sé fyrir höndum en kirkjan muni blómstra. Á sama tíma sakar Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður í Digraneskirkju, Valgerði um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað en hún lýsir því í samtali við Fréttablaðið að Valgerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín. „Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ segir Sigríður. Umrætt atvik hafi átt sér stað í mars en hún haft samband við kirkjuna í lok mars og farið í skýrslutöku í síðustu viku. Hún sé nú komin í veikindaleyfi vegna málsins. Að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins neitaði Valgerður að tjá sig um þær ásakanir en að sögn Sigríðar sé mikið uppnám í Digraneskirkju. Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51 Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Sex konur innan Digranes- og Hjallaprestakalls sökuðu séra Gunnar um kynferðislega áreitni í fyrra en óháð teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að af þeim 48 atvikum sem þau hefðu til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Að mati teymis þjóðkirkjunnar varð Gunnar tvisvar uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum og í þremur tilvikum varð hann uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Hann var áminntur af biskup í kjölfarið og lét af störfum en Valgerður Snæland Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar Digraneskirkju, greinir frá því í samtali við Fréttablaðið í dag að sóknarnefnd kirkjunnar vilji fá hann til starfa aftur. Mikið uppbyggingarstarf sé fyrir höndum en kirkjan muni blómstra. Á sama tíma sakar Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður í Digraneskirkju, Valgerði um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað en hún lýsir því í samtali við Fréttablaðið að Valgerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín. „Mig langaði helst að brenna fötin mín,“ segir Sigríður. Umrætt atvik hafi átt sér stað í mars en hún haft samband við kirkjuna í lok mars og farið í skýrslutöku í síðustu viku. Hún sé nú komin í veikindaleyfi vegna málsins. Að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins neitaði Valgerður að tjá sig um þær ásakanir en að sögn Sigríðar sé mikið uppnám í Digraneskirkju.
Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51 Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Formaður Prestafélags Íslands segir af sér Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans. 19. september 2022 20:51
Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50
Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15