Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 08:54 Kona gengur fram hjá fyrirsögn sem segir að pundið sé í sögulegri lægð vegna skattalækkanaáforma ríkisstjórnarinnar í London í gær. AP/Frank Augstein Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. Ríkisstjórn Liz Truss kynnti áform um 45 milljarða punda skattalækkanir til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á föstudag. Ekki er gert ráð fyrir neinum niðurskurði ríkisútgjalda á móti og ríkisstjórnin lagði ekki mat á kostnað við lækkunina. Gagnrýnendur telja þær munu auka skuldir ríkissjóðs og verðbólgu sem er þegar sú mesta í nærri því fjörutíu ár. Í yfirlýsingu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér kom fram að sjóðurinn mælti ekki með stórum og almennum útgjaldapökkum í ljósi mikils verðbólguþrýstings víða. Mikilvægt væri að fjármálaáætlanir stjórnvalda stönguðust ekki á við peningamálastefnuna. Líklegt væri að skattalækkanirnar í Bretlandi ættu eftir að auka ójöfnuð. Breska stjórnin hefur boðað ítarlegri fjármálaáætlun og sjálfstætt kostnaðarmat fyrir 23. nóvember. Hún segist vinna að því að efla hagkerfið til að bæta lífsgæði allra. Sjóðurinn segir að þá gefist henni tækifæri til að endurskoða skattalækkanirnar og leggja fram markvissari aðgerðir, sérstaklega skattalækkanir sem gagnast þeim tekjuhæstu. Gengi breska pundsins féll eftir yfirlýsingu AGS í morgun en það hefur aldrei staðið eins veikt gegn Bandaríkjadollara og nú. Breskar fjármálastofnanir skrúfuðu fyrir útlán til fasteignakaupa eða fækkuðu lánavalkostum tímabundið vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í gær. Seðlabanki Englands boðar að hann muni hækka stýrivexti eins mikið og þurfa þykir til að ná böndum á verðbólguna í landinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Bretland Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Sjá meira
Ríkisstjórn Liz Truss kynnti áform um 45 milljarða punda skattalækkanir til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á föstudag. Ekki er gert ráð fyrir neinum niðurskurði ríkisútgjalda á móti og ríkisstjórnin lagði ekki mat á kostnað við lækkunina. Gagnrýnendur telja þær munu auka skuldir ríkissjóðs og verðbólgu sem er þegar sú mesta í nærri því fjörutíu ár. Í yfirlýsingu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér kom fram að sjóðurinn mælti ekki með stórum og almennum útgjaldapökkum í ljósi mikils verðbólguþrýstings víða. Mikilvægt væri að fjármálaáætlanir stjórnvalda stönguðust ekki á við peningamálastefnuna. Líklegt væri að skattalækkanirnar í Bretlandi ættu eftir að auka ójöfnuð. Breska stjórnin hefur boðað ítarlegri fjármálaáætlun og sjálfstætt kostnaðarmat fyrir 23. nóvember. Hún segist vinna að því að efla hagkerfið til að bæta lífsgæði allra. Sjóðurinn segir að þá gefist henni tækifæri til að endurskoða skattalækkanirnar og leggja fram markvissari aðgerðir, sérstaklega skattalækkanir sem gagnast þeim tekjuhæstu. Gengi breska pundsins féll eftir yfirlýsingu AGS í morgun en það hefur aldrei staðið eins veikt gegn Bandaríkjadollara og nú. Breskar fjármálastofnanir skrúfuðu fyrir útlán til fasteignakaupa eða fækkuðu lánavalkostum tímabundið vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í gær. Seðlabanki Englands boðar að hann muni hækka stýrivexti eins mikið og þurfa þykir til að ná böndum á verðbólguna í landinu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Bretland Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Fleiri fréttir Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Sjá meira