Afgreiðsla forsætisnefndar á máli Sigurðar Inga sögð skrípaleikur Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2022 14:29 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur þverneitað að upplýsa hver hin særandi ummæli sem hann lét falla voru nánar tilgreint. Björn Leví telur það siðareglnabrot útaf fyrir sig. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar sóttu hart að stjórnarliðum vegna afgreiðslu forsætisnefndar á siðanefndakæru á hendur Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á Alþingi í dag. Málið, sem varðar dólgsleg ummæli Sigurðar Inga í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, sem greindi frá því að Sigurður Ingi hafi látið afar særandi ummæli um sig falla í hófi Framsóknamanna í tengslum við síðasta Búnaðarþing fyrir um hálfu ári. Málið var tekið upp í dagskrárliðnum „Um fundarstjórn forseta“. Eins og Vísir greindi frá vísaði forsætisnefnd málinu frá eftir að málið hafði velkst í nefndinni í fimm mánuði. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu afgreiðsluna forkastanlega og til þess fallna að kasta rýrð á virðingu almennings fyrir Alþingi og störfum þess. xB og xD drepa málið og er alveg sama um virðingu þingsins Málshefjandi var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og hún taldi afgreiðsluna fyrir neðan allar hellur. „Í fyrsta skipti sem mál sem varðar brot ráðherra á siðareglum fór fyrir forsætisnefnd blasti við að það var ákveðinn prófsteinn fyrir Alþingi,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hún sagði að mikilvægt væri að siðareglur giltu fyrir alla, líka þá sem væru ráðherrar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar telur meirihluta forsætisnefndar, fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, hafa stórskaðað traust almennings á Alþingi með afgreiðslu sinni á málinu.vísir/vilhelm „Frá fyrsta fundi blasti við að það þvældist fyrir að um ráðherra var að ræða. Siðanefnd fékk síðan ekki að leggja mat á málið heldur var því vísað frá forsætisnefnd heilum fimm mánuðum eftir að kvörtun barst. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks komu í veg fyrir að málið fengi umfjöllun í siðanefnd. Og það fer gegn þeim tilgangi siðareglna að efla traust almennings á Alþingi.“ Með afstöðu sinni og afgreiðslu telur Þorbjörg Sigríður að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi þannig valdið miklum skaða. Fleiri þingmenn sem tóku til máls í umræðunni töldu að siðareglurnar væru misnotaðar af meirihlutanum í pólitískum tilgangi, ýmist til að þagga óþægileg mál eða koma höggi á andstæðinga sína. Sigurður Ingi sakaður um óheiðarleika Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, en hann á jafnframt sæti í forsætisnefnd, rifjaði upp 1. reglu siðareglnanna ráðherra þar sem lögð er áhersla á heiðarleika. Svo sé einnig í siðareglum þingmanna. „Samt gerist það í þessu máli að ráðherra, sem er einnig þingmaður, bókstaflega neitar að greina frá atvikum mála.“ Björn Leví segir að málinu hafi sífellt verið slegið á frest í forsætisnefnd, til að fá annað yfirlit eða sögulegt samhengi. Í fimm mánuði. „Ef ráðherra neitar að svara ætti það að vera siðanefndarbrot út af fyrir sig,“ sagði Björn Leví sem fór sérstaklega fram á það á sínum tíma að ummælin lægju fyrir: Brot á þeim heiðarleika sem búist er við að þingmenn og ráðherra starfi samkvæmt. Fleiri þingmenn tóku til máls: „Ég ætla bara að segja það hreint út, að ég held að siðareglur Alþingismanna og eftirlit með framkvæmd þeirra hafi snúist upp í skrípaleik. Þetta er skrípaleikur þar sem þingmenn ýmist hvítþvo hver annan eftir pólitískum flokkslínum eða ná sér niður á hver öðrum eftir pólitískum flokkslínum. Þessi tilviljanakennda meðhöndlun á siðareglumálum er að verða að sjálfstæðu vandamáli sem kastar rýrð á Alþingi og ímynd þess. Við getum ekki haft þetta svona,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Málið, sem varðar dólgsleg ummæli Sigurðar Inga í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, sem greindi frá því að Sigurður Ingi hafi látið afar særandi ummæli um sig falla í hófi Framsóknamanna í tengslum við síðasta Búnaðarþing fyrir um hálfu ári. Málið var tekið upp í dagskrárliðnum „Um fundarstjórn forseta“. Eins og Vísir greindi frá vísaði forsætisnefnd málinu frá eftir að málið hafði velkst í nefndinni í fimm mánuði. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu afgreiðsluna forkastanlega og til þess fallna að kasta rýrð á virðingu almennings fyrir Alþingi og störfum þess. xB og xD drepa málið og er alveg sama um virðingu þingsins Málshefjandi var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og hún taldi afgreiðsluna fyrir neðan allar hellur. „Í fyrsta skipti sem mál sem varðar brot ráðherra á siðareglum fór fyrir forsætisnefnd blasti við að það var ákveðinn prófsteinn fyrir Alþingi,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Hún sagði að mikilvægt væri að siðareglur giltu fyrir alla, líka þá sem væru ráðherrar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar telur meirihluta forsætisnefndar, fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, hafa stórskaðað traust almennings á Alþingi með afgreiðslu sinni á málinu.vísir/vilhelm „Frá fyrsta fundi blasti við að það þvældist fyrir að um ráðherra var að ræða. Siðanefnd fékk síðan ekki að leggja mat á málið heldur var því vísað frá forsætisnefnd heilum fimm mánuðum eftir að kvörtun barst. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks komu í veg fyrir að málið fengi umfjöllun í siðanefnd. Og það fer gegn þeim tilgangi siðareglna að efla traust almennings á Alþingi.“ Með afstöðu sinni og afgreiðslu telur Þorbjörg Sigríður að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi þannig valdið miklum skaða. Fleiri þingmenn sem tóku til máls í umræðunni töldu að siðareglurnar væru misnotaðar af meirihlutanum í pólitískum tilgangi, ýmist til að þagga óþægileg mál eða koma höggi á andstæðinga sína. Sigurður Ingi sakaður um óheiðarleika Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, en hann á jafnframt sæti í forsætisnefnd, rifjaði upp 1. reglu siðareglnanna ráðherra þar sem lögð er áhersla á heiðarleika. Svo sé einnig í siðareglum þingmanna. „Samt gerist það í þessu máli að ráðherra, sem er einnig þingmaður, bókstaflega neitar að greina frá atvikum mála.“ Björn Leví segir að málinu hafi sífellt verið slegið á frest í forsætisnefnd, til að fá annað yfirlit eða sögulegt samhengi. Í fimm mánuði. „Ef ráðherra neitar að svara ætti það að vera siðanefndarbrot út af fyrir sig,“ sagði Björn Leví sem fór sérstaklega fram á það á sínum tíma að ummælin lægju fyrir: Brot á þeim heiðarleika sem búist er við að þingmenn og ráðherra starfi samkvæmt. Fleiri þingmenn tóku til máls: „Ég ætla bara að segja það hreint út, að ég held að siðareglur Alþingismanna og eftirlit með framkvæmd þeirra hafi snúist upp í skrípaleik. Þetta er skrípaleikur þar sem þingmenn ýmist hvítþvo hver annan eftir pólitískum flokkslínum eða ná sér niður á hver öðrum eftir pólitískum flokkslínum. Þessi tilviljanakennda meðhöndlun á siðareglumálum er að verða að sjálfstæðu vandamáli sem kastar rýrð á Alþingi og ímynd þess. Við getum ekki haft þetta svona,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00