Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 19:45 Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. AP Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran síðustu daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd í samræmi við strangar reglur klerkastjórnar Írans og lést í haldi lögreglu. Hin 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu og var því handtekin. Siðgæðislögreglan, sem sér um að framfylgja reglum klerkastjórnarinnar, segir hana hafa fengið hjartaáfall. Fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og kveðst ekki hafa fengið að sjá lík Amini. Yfirvöld í landinu hafa meðal annars lokað fyrir internetið í Íran og lögregla hefur beitt mikilli hörku. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur og mannréttindasamtökin Amnesty International telja að fleiri tugir hafi látist. „Tala látinna hækkar ört og sýnir glögglega hve miskunnarlaus yfirvöld eru. Stanslausar árásir á fólk í skjóli myrkurs.“ Segir Heba Morayef, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og vísar til lokunar yfirvalda á internetinu. Guardian greinir frá. Þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í að torvelda mótmælendum samskipti hafa myndbönd af fólki, sem sýna lögreglu beita fólk ofbeldi í mótmælunum, verið í dreifingu á samfélagsmiðlunum Instagram og Whatsapp. Iranian women are waving their headscarves in the city of Sanandaj after one week of huge crackdown. #MahsaAmini s brutal death is becoming a turning point for Iranians to shout that load; death to dictators. # _ pic.twitter.com/ZTlHJgMnzu— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 26, 2022 Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. 23. september 2022 08:28 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran síðustu daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd í samræmi við strangar reglur klerkastjórnar Írans og lést í haldi lögreglu. Hin 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu og var því handtekin. Siðgæðislögreglan, sem sér um að framfylgja reglum klerkastjórnarinnar, segir hana hafa fengið hjartaáfall. Fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og kveðst ekki hafa fengið að sjá lík Amini. Yfirvöld í landinu hafa meðal annars lokað fyrir internetið í Íran og lögregla hefur beitt mikilli hörku. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur og mannréttindasamtökin Amnesty International telja að fleiri tugir hafi látist. „Tala látinna hækkar ört og sýnir glögglega hve miskunnarlaus yfirvöld eru. Stanslausar árásir á fólk í skjóli myrkurs.“ Segir Heba Morayef, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og vísar til lokunar yfirvalda á internetinu. Guardian greinir frá. Þrátt fyrir tilraunir yfirvalda í að torvelda mótmælendum samskipti hafa myndbönd af fólki, sem sýna lögreglu beita fólk ofbeldi í mótmælunum, verið í dreifingu á samfélagsmiðlunum Instagram og Whatsapp. Iranian women are waving their headscarves in the city of Sanandaj after one week of huge crackdown. #MahsaAmini s brutal death is becoming a turning point for Iranians to shout that load; death to dictators. # _ pic.twitter.com/ZTlHJgMnzu— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 26, 2022
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. 23. september 2022 08:28 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. 23. september 2022 08:28
Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. 26. september 2022 12:36