„Þetta voru losaraleg tímamörk“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 18:51 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í október. Vísir/Vilhelm Almenningur þarf enn að bíða eftir Íslandsbankaskýrslunni. Nú er gert ráð fyrir því að skýrslan verði gerð opinber í október en í upphafi var stefnt að því að skýrslan fengi að líta dagsins ljós í júní. Yfirferð Ríkisendurskoðunar hefur tekið töluvert meiri tíma en áætlað var í upphafii en íkisendurskoðandi segir að töfin eigi sér málefnalegar skýringar. 22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars og mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli. Skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst. Í september var fullyrt að skýrslan yrði tilbúin fyrir lok þess mánaðar. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í samtali við fréttastofu að verið sé að reka smiðshöggið á skýrsluna innanhúss hjá Ríkisendurskoðun. Að því loknu verði skýrslan send forseta Alþingis, sem sendir skýrsluna áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þetta er bara vinna sem tekur sinn tíma, það þarf að vanda til. Og það eru málefnalegar skýringar á þeim tíma sem þetta hefur tekið og ég mun gera þinginu grein fyrir því þegar þar að kemur. Það er aldrei þannig að skýrslurnar okkar séu með einhvern fyrir fram ákveðinn útgáfudag. Þetta voru losaraleg tímamörk - júnímánuður - sem var gefinn upp í upphafi,“ segir Guðmundur. Ljóst að almenningur fái ekki að sjá skýrsluna strax Hann bætir við að komið hafi í ljós að verkefnið hafi verið umfangsmeira en talið var í upphafi. „Það er alveg ljóst að skýrslan er ekki að koma fyrir sjónir almennings fyrr en að einhverjum tíma liðnum, sem ég hef ekki fulla stjórn á - það ræðst af málsmeðferð þingsins. Hins vegar hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni taka skýrsluna fyrir um leið og hún liggur fyrir,“ segir Guðmundur. Hann telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í fyrri hluta október. Finnst þér líklegt að tímamörkin standist? „Já, þau standast. Skýrslan er á lokametrunum hjá okkur og ef að mönnum finnst ég vera búinn að segja það lengi þá er þetta langhlaup og lokametrarnir hafa verið svolítið langir. Við erum að reka smiðshöggið á þetta innanhúss hjá okkur og svo fer þetta til umsagnar og þaðan til forseta. En það er í rauninni stutt í þetta.“ Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Íslandsbanki Efnahagsmál Tengdar fréttir Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01 Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars og mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli. Skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst. Í september var fullyrt að skýrslan yrði tilbúin fyrir lok þess mánaðar. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í samtali við fréttastofu að verið sé að reka smiðshöggið á skýrsluna innanhúss hjá Ríkisendurskoðun. Að því loknu verði skýrslan send forseta Alþingis, sem sendir skýrsluna áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þetta er bara vinna sem tekur sinn tíma, það þarf að vanda til. Og það eru málefnalegar skýringar á þeim tíma sem þetta hefur tekið og ég mun gera þinginu grein fyrir því þegar þar að kemur. Það er aldrei þannig að skýrslurnar okkar séu með einhvern fyrir fram ákveðinn útgáfudag. Þetta voru losaraleg tímamörk - júnímánuður - sem var gefinn upp í upphafi,“ segir Guðmundur. Ljóst að almenningur fái ekki að sjá skýrsluna strax Hann bætir við að komið hafi í ljós að verkefnið hafi verið umfangsmeira en talið var í upphafi. „Það er alveg ljóst að skýrslan er ekki að koma fyrir sjónir almennings fyrr en að einhverjum tíma liðnum, sem ég hef ekki fulla stjórn á - það ræðst af málsmeðferð þingsins. Hins vegar hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni taka skýrsluna fyrir um leið og hún liggur fyrir,“ segir Guðmundur. Hann telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í fyrri hluta október. Finnst þér líklegt að tímamörkin standist? „Já, þau standast. Skýrslan er á lokametrunum hjá okkur og ef að mönnum finnst ég vera búinn að segja það lengi þá er þetta langhlaup og lokametrarnir hafa verið svolítið langir. Við erum að reka smiðshöggið á þetta innanhúss hjá okkur og svo fer þetta til umsagnar og þaðan til forseta. En það er í rauninni stutt í þetta.“
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Íslandsbanki Efnahagsmál Tengdar fréttir Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01 Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37
Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21