„Þetta voru losaraleg tímamörk“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 18:51 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í október. Vísir/Vilhelm Almenningur þarf enn að bíða eftir Íslandsbankaskýrslunni. Nú er gert ráð fyrir því að skýrslan verði gerð opinber í október en í upphafi var stefnt að því að skýrslan fengi að líta dagsins ljós í júní. Yfirferð Ríkisendurskoðunar hefur tekið töluvert meiri tíma en áætlað var í upphafii en íkisendurskoðandi segir að töfin eigi sér málefnalegar skýringar. 22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars og mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli. Skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst. Í september var fullyrt að skýrslan yrði tilbúin fyrir lok þess mánaðar. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í samtali við fréttastofu að verið sé að reka smiðshöggið á skýrsluna innanhúss hjá Ríkisendurskoðun. Að því loknu verði skýrslan send forseta Alþingis, sem sendir skýrsluna áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þetta er bara vinna sem tekur sinn tíma, það þarf að vanda til. Og það eru málefnalegar skýringar á þeim tíma sem þetta hefur tekið og ég mun gera þinginu grein fyrir því þegar þar að kemur. Það er aldrei þannig að skýrslurnar okkar séu með einhvern fyrir fram ákveðinn útgáfudag. Þetta voru losaraleg tímamörk - júnímánuður - sem var gefinn upp í upphafi,“ segir Guðmundur. Ljóst að almenningur fái ekki að sjá skýrsluna strax Hann bætir við að komið hafi í ljós að verkefnið hafi verið umfangsmeira en talið var í upphafi. „Það er alveg ljóst að skýrslan er ekki að koma fyrir sjónir almennings fyrr en að einhverjum tíma liðnum, sem ég hef ekki fulla stjórn á - það ræðst af málsmeðferð þingsins. Hins vegar hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni taka skýrsluna fyrir um leið og hún liggur fyrir,“ segir Guðmundur. Hann telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í fyrri hluta október. Finnst þér líklegt að tímamörkin standist? „Já, þau standast. Skýrslan er á lokametrunum hjá okkur og ef að mönnum finnst ég vera búinn að segja það lengi þá er þetta langhlaup og lokametrarnir hafa verið svolítið langir. Við erum að reka smiðshöggið á þetta innanhúss hjá okkur og svo fer þetta til umsagnar og þaðan til forseta. En það er í rauninni stutt í þetta.“ Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Íslandsbanki Efnahagsmál Tengdar fréttir Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01 Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
22,5 prósenta hlutur úr Íslandsbanka var seldur í lokuðu útboði í lok mars og mikil umræða skapaðist í apríl með tilheyrandi mótmælum á Austurvelli. Skýrsla var þá boðuð í júní, en hefur svo dregist fram í júlí, svo ágúst. Í september var fullyrt að skýrslan yrði tilbúin fyrir lok þess mánaðar. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í samtali við fréttastofu að verið sé að reka smiðshöggið á skýrsluna innanhúss hjá Ríkisendurskoðun. Að því loknu verði skýrslan send forseta Alþingis, sem sendir skýrsluna áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þetta er bara vinna sem tekur sinn tíma, það þarf að vanda til. Og það eru málefnalegar skýringar á þeim tíma sem þetta hefur tekið og ég mun gera þinginu grein fyrir því þegar þar að kemur. Það er aldrei þannig að skýrslurnar okkar séu með einhvern fyrir fram ákveðinn útgáfudag. Þetta voru losaraleg tímamörk - júnímánuður - sem var gefinn upp í upphafi,“ segir Guðmundur. Ljóst að almenningur fái ekki að sjá skýrsluna strax Hann bætir við að komið hafi í ljós að verkefnið hafi verið umfangsmeira en talið var í upphafi. „Það er alveg ljóst að skýrslan er ekki að koma fyrir sjónir almennings fyrr en að einhverjum tíma liðnum, sem ég hef ekki fulla stjórn á - það ræðst af málsmeðferð þingsins. Hins vegar hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni taka skýrsluna fyrir um leið og hún liggur fyrir,“ segir Guðmundur. Hann telur að almenningur fái að sjá skýrsluna í fyrri hluta október. Finnst þér líklegt að tímamörkin standist? „Já, þau standast. Skýrslan er á lokametrunum hjá okkur og ef að mönnum finnst ég vera búinn að segja það lengi þá er þetta langhlaup og lokametrarnir hafa verið svolítið langir. Við erum að reka smiðshöggið á þetta innanhúss hjá okkur og svo fer þetta til umsagnar og þaðan til forseta. En það er í rauninni stutt í þetta.“
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Íslandsbanki Efnahagsmál Tengdar fréttir Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01 Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37 Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. 11. september 2022 16:01
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. 6. september 2022 15:37
Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. 16. september 2022 19:21