„Eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2022 16:35 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Selfyssingum í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Tapið þýðir að Evrópudraumar Blika eru í hættu og Ásmundur segir tilfinninguna ekki góða eftir leik. „Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
„Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki