„Eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2022 16:35 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Selfyssingum í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Tapið þýðir að Evrópudraumar Blika eru í hættu og Ásmundur segir tilfinninguna ekki góða eftir leik. „Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
„Hún er vond, hún er mjög vond,“ sagði Ásmundur aðspurður að því hvernig tilfinningin hjá honum og stelpunum í liðinu væri eftir leikinn. Breiðablik situr enn í öðru sæti deildarinnar með 33 stig þegar liðið á einn leik eftir, en Stjarnan getur lyft sér upp í annað sætið með sigri gegn Þór/KA á morgun. „Að sjálfsögðu komum við hingað til þess að vinna og ekkert annað. Þetta er þá ekki lengur í okkar höndum og það eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd og vinna síðasta leikinn sem er á heimavelli.“ „Við vissum alltaf að hér yrði erfiður leikur því Selfoss er með gott lið. Leikurinn þróaðist fannst mér þannig að Selfyssingarnir byrjuðu sterkt og keyrðu svolítið á okkur. Svo fannst mér við vinna okkur ágætlega inn í leikinn og við sóttum meira og héldum meira í boltann nánast allan leikinn. En þær refsuðu okkur með tveimur góðum hraðaupphlaupum og okkur gekk ekkert að opna markareikninginn og því fór sem fór.“ Eins og Ásmundur segir sótti Breiðablik mun meira en heimakonur í leiknum og virtust alltaf líklegri til að skora næsta mark. Liðinu gekk þó afar illa að opna vörn Selfyssinga og Ásmundur segir að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. „Það vantaði gæði í fremta þriðjunginn hjá okkur í dag. Þetta var pínu erfitt og vindhviðurnar höfðu kannski eitthvað um það að segja. En það vantaði eitthvað svona extra á lokaþriðjungnum til að finna lokasendinguna eða lokaskotið. Það klárlega vantaði upp á það hjá okkur.“ Breiðablik tekur á móti Þrótti í lokaumferð Bestu-deildar kvenna næstkomandi sunnudag og þar dugir ekkert minna en sigur ætli liðið sér að eiga möguleika á Evrópusæti. „Það mótiverar sig sjálft. Við komum hundrað prósent klárar í þann leik,“ sagði Ásmundur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evróudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni. 25. september 2022 15:55