„Það er allt í skrúfunni“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 15:35 Brak liggur á víð og dreif um bæinn. Aðsend/Stefanía Hrund Guðmundsdóttir „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir að veðrið hafi verið mjög slæmt á Austfjörðum síðan í hádeginu. Rauð viðvörun tók gildi klukkan 12. „Það er mikið af fokverkefnum, sérstaklega á Reyðarfirði, töluvert á Eskifirði og talsvert á Seyðisfirði. Þannig að það eru einhver fokverkefni í öllum byggðarkjörnum á Austfjörðunum,“ segir Sveinn Halldór. Lögreglan á Austurlandi greinir einnig frá því að talsverðar skemmdir hafi orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafi brotnað. Brak fýkur víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Hann segir að veðrið hafi verið verst á Reyðarfirði en slæmt hafi verið á Seyðisfirði í morgun. Vindurinn hefur meðal annars rifið tré upp með rótum. Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022 „Það er foktjón og bátar og alls kyns. Svo höfum við verið að reyna að koma fólki af Möðrudalsöræfum líka, þannig að það eru verkefni í gangi þar,“ segir Sveinn Halldór. Þá hefur einnig verið rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi en rafmagn er nú komið á að nýju. Sveinn Halldór telur að veðrið gangi niður um og eftir kvöldmatarleyti en rauð viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 21 í kvöld. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Fjarðabyggð Veður Múlaþing Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir að veðrið hafi verið mjög slæmt á Austfjörðum síðan í hádeginu. Rauð viðvörun tók gildi klukkan 12. „Það er mikið af fokverkefnum, sérstaklega á Reyðarfirði, töluvert á Eskifirði og talsvert á Seyðisfirði. Þannig að það eru einhver fokverkefni í öllum byggðarkjörnum á Austfjörðunum,“ segir Sveinn Halldór. Lögreglan á Austurlandi greinir einnig frá því að talsverðar skemmdir hafi orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafi brotnað. Brak fýkur víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um að halda sig innandyra. Hann segir að veðrið hafi verið verst á Reyðarfirði en slæmt hafi verið á Seyðisfirði í morgun. Vindurinn hefur meðal annars rifið tré upp með rótum. Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022 „Það er foktjón og bátar og alls kyns. Svo höfum við verið að reyna að koma fólki af Möðrudalsöræfum líka, þannig að það eru verkefni í gangi þar,“ segir Sveinn Halldór. Þá hefur einnig verið rafmagnslaust á Norður- og Austurlandi en rafmagn er nú komið á að nýju. Sveinn Halldór telur að veðrið gangi niður um og eftir kvöldmatarleyti en rauð viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 21 í kvöld. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.
Fjarðabyggð Veður Múlaþing Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49
„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27
Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. 25. september 2022 13:15